Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 187
fram að siðaskiptum.
165
er konungsekkjan og ráðið sendi liingað út af deil-
unum um Staðamál* 1). 1319 eða 1320 semja íslend-
ingar um skilmála fyrir hyllingu Magnúsar smekks við
ríkisráðið2) o. s. frv. En á þessu verður enginn almenn-
ur réttur handa ríkisráðinu til íhlutunar um stjórn
landsins bygður. Ekki verður heldur neitt lagt upp
úr bréfi Magnúsar konungs framan við Jónsbók til
íslendinga. Þar stendur aðeins, að íslendingar hafi
dæmt lögbók sína í hans skipan...............með hinna
beztu manna ráði. Ef íslendingar hafa veitt konungi
umboð til þess að semja eða láta semja bókina með
hinna beztu manna ráði, þá getur ekki vafi á því
leikið, hvernig skilja beri það, einkum þegar þetta er
borið saman við samþykt nefndarmanna frá 13023), þar
sem þeir segjast játa Jónsbólc í vald Hákonar konungs
»til þvílíkra umbóta, sem sjálfr hann vill fyrir sjá
með beztu manna ráði ok samþijkt þeirra, sem á eru
landi váru«4). Líkt er um réttarbótina frá 1314 að
1) Bps. I, 729, 730-731. DI. II, Nr. 113. 2) DI. II, Nr.
343, IX, Nr. 5 og R. í„ bls. 14. 3) DI. VIII, Nr. 2, R. í., bls.
13. Ef nokkuð væri á bréfi konungs framan við Jónsbók
byggjandi um ríkisráðið — það er að kalla orðrétt tokið úr Lands-
lögum Magnúsar — þá er það þetta, að íslendingar hafi falið
konungi að gera frumvarp að lögbók með þeirra beztu manna
ráði, er hann kysi með sér, og væri það að eins umboð, er ís-
lendingar hefði l'alið „beztu mönnum“ þetta eina skifti, hverir
svo sem þessir „beztu menn“ hafa verið. Vér vitum, að íslenzkir laga-
menn áttu hlut i samningu Jónsbókar. Bæði voru þeir Hrafn,
Sturla og Þorvarður og biskuparnir Árni og Jörundur í Noregi
1278—1279 og 1279—1280, og svo kom Jón lögmaður Einarsson
út með bókina, og hefir eflaust átt mestan þátt i samningu hennar.
Islendingar gátu því vel hafa falið konungi að semja bókina með
ráði „bsztu manna" íslenzkra. 4) Berlin. Islands statsretl. Stilling
I, 200—201, misskilur þessi orð, og vill hann ekki láta orðin y>með
beztu manna ráðh( eiga við eftirsetninguna: nþeirra sem á eru
landi várun. En slíkur skilningur nær engri átt. Bæði málið
°g aðdragandinn að þessu skjali styrkir það, að merking orð-
anna er sú, að íslendingar heimta það, að konungur sæki ráð að
beztu mönnum þeirra. Munch (DnFH. IVs, 359), Ingvar Niel-