Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 215
Konsúlar og erindrekar.
193
jafnir, að metorðum og fje. Til sendikonsúla eru
einkum teknir lögfræðingar og einnig hagfræðingar,
ef þeir að öðru leyti uppfylla þau skilyrði, sem
krafist er.
Þá er að minnast á kostnað við sendiboða og
konsúla. Vil jeg þar einkum taka Dani og Norð-
menn, þvi að laun hvers einstaks eru mjög lík hjá
öllum srnærri ríkjum. Danmörk hefur 9 sendisveitir
í útlöndum; þær eru í: London, St. Pjetursborg,
Berlín, París (Madrid), Washington, Stokkhólmi,
Kristjaníu, Wien (Róm) og Bryssel (Haag). Þessar
undirsveitir allar kosta undir 400,000 kr. Sendisveitar-
höfuðsmaðurinn (missionschef) hefur í föst laun
12,000 lcr. á ári, en auk þess er honum lagl dvalar-
fje, sem fer eptir því, hvað dýrt er að lifa á hverjum
slað, og skrifstofufje, er fer eptir starfsmagninu. —
Þannig kostar sendisveitin í London um 60,000 kr.,
en í Kristjaníu um 30,000 kr. á ári. utgjöld Norð-
manna til sendiherra eru mjög svipuð og Dana.
Þetta eru pólitísku sendiboðarnir, en þá koma
sendikonsúlarnir.
í lögum frá 27. maí 1908 er gert ráð fyrir, að
Danir þurfi elcki að lialda á fieirum en 18 sendi-
konsúlum fyrst um sinn. A þessum evrópisku slöð-
um er talin mest þörf á sendikonsúlum: Ham-
l>org, London, St. Pjetursborg, Leith, Kristjaníu,
Stokkhólmi, París og Rotlerdam. Sendikonsúlarnir
greinast í: Yíirkonsúla (Generalkonsul), er hal’a í
íaun 8,000 kr. á ári, konsúlar, laun 6,000 og visi-
konsúla, laun 3,000 kr.; auk þess er þeirn lagt dval-
arfje og skrifstofufje, eptir því, sem nauðsyn krefur.
— Fjárhagsárið frá 1. apríl 1908 til 31. marz 1909
eyddu Danir um 200,000 kr. til sendikonsúla.
Áðurnefnd lög gera stjórninni ekki að skyldu,
að hafa þessa 18 sendikonsúla, en veita að eins
heimild lil þess. Enda þótt talan sje ekki enn þá
full, má telja það víst, að hún verði það innan
fárra ára.
Eins og áður er getið, er allur meginþorri kon-
súlanna valkonsúlar. Danir hafa nú um 600; þar af
Andvarl XXXV. 13