Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 114
92
ísland gegnvart öörum ríkjum
biskupar, ogskipuðu norskir menn síðan báðabiskups-
slólana þaðan af og þangað til landið var gengið
undir konung. Setlust þeir, einkum Heinrikur biskup
á Hólum, djarflega 'fyrir málum konungs, og reyndust
langbeztu styrktarmenn hans i þeim efnum. Var
með þessu brotin forn landsvenja, því að hingað til
liöfðu landsmenn sjálíir kosið biskupa sína. Reynd-
ar gleymdist þessi venja ekki, því að á 14. öld halda
íslendingar henni fram1). En eflaust hafa norrænu bisk-
uparnir verið sendir hingað mcð ráði Hákonar konungs.
Sumarið 1241 verður það bert, hvað konungs-
bréfin höfðu að geyma, er þeir Eyvindr brattr og
Árni óreiða fóru ineð. Var Gizuri Þorvaldssyni þar
boðið annaðhvort að reka Snorra Sturluson utan eða
drepa hann að öðrum kosti, fyrir það, að hann
liefði farið út í banni konungs2). Brottför í banni
konungs varðaði þó einungis brottrekstri úr hirðlög-
um eftir norskum lögum3). Konungur þykist auð-
sjáanlega þurfa að hefna sín á Sturlungum, því að
bæði Snorri og Sturla Siglivatsson höfðu vanefnt
loforð sín honum til handa. Gizur Þorvaldsson
kvaðst með engu móti vilja brjóta konungsbréf(!), og
lét svo vega Snorra tengdaföður sinn í Reykjaholti
aðfaranótl 23. sept. 12414). Þykir það liafa verið
eitt liið versta níðingsverk, sem unnið befir verið á
þessu landi, jafnvel þótt Snorri væri ekki vinsæll og
nokkuð blendinn á ýmsan hátt. Eftir víg Snorra
leitaði Gizur trausts hjá Sigvarði Skálholtsbiskupi
fyrir Órækju syni Snorra, sem þá fór að Gizuri lil
hefnda eftir föður sinn. Bauð Gizur þá málin á
konungs dóm og utanför sína næsta sumar, en þó
1) III., II, Nr. 337, IX. Nr. 4. 2) Sturl. I, 393. 3) Hirð-
skrá 34, Ngl., II, 425. 4) Sturl., I, 393.