Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 131
fram aö siðaskiptum.
109
öllu eða nokkru, og því tekinn dýrmætur réttur af
ættinni, eftir þeirrar aldar hugsunarhætti. Á svipaðan
hátt gátu mörg íleiri lögréttuleyfi snert hagi einstakra
manna eða stofnana, t. d. kirkjunnar. Ef lögunum
var þar á móti breytt í eiginlegum skilningi, þá gekk
sú breyting jafnt yfir alla að mestu. Það hefði stór-
tatið fyrir allri lagasetningu, ef einstakir menn, utan
lögréttu eða innan, liefðu getað heft setningu þeirra
eins og leyfanna. Ef þar á móti aðferðin (2.) hefir
verið notuð, þá þurfti að eins meiri hluta miðpalls-
fflanna lögréttunnar. Þar réðu goðarnir auðvitað mestu,
og er það einkar sennilegt, að þeir hafi séð það þegar í
upphafi, er lýðríkið var sett á stofn 930, hversu mikils-
virði þeim var að ráða lögum landsins eftirleiðis, og trygt
sér þau ráð með ákæðunum um aðferðina, er höfð
var, er skera skyldi úr lögmálsþrætum, eða líkri aðferð.
Slíkir úrskurðir voru í raun réttri líka lög, því að þeir
að minsta kosti voru bindandi, löggilt skýring á öðrum
lögum, ekki að eins milli málsaðilja, heldur alment.
í^eir voru sagðir upp að lögbergi, en til þess liefði
ekki verið ástæða, ef þeir hefði að eins verið bind-
aodi eða til leiðbeiningar málsaðiljum. Hinn mikli
'agafjöldi, sem til er frá lýðríkistimanum, bendir líka
oindregið í þá átt, að aðferðin við lagasetningar hafi
verið tiltölulega einföld og óbrotin. Þeir, er mestu
i'éðu og mestu vildu ráða, goðarnir, lilutu líka að
lelja það beztu tryggingu gegn vanhugsuðum laga-
smíðum, að löggjafarvaldið væri í þeirra höndum,
e>nkum þar sem þeir áttu þess kosti að liafa með
Ser í lögréttunni liina vitrustu og beztu lagamenn
landsins, enda liafa umráðamennirnir á fram- og
afturpalli eflaust verið vitrir menn og úrvalsbændur,
eftir því sem föng voru á. Þegar því um tvent er