Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 169
fram aö siðaskiptum.
147
þar sem ívö riki hafa sama mann ráðherra, sendi-
herra, verzlunarfulltrúa fyrir sig o. s. frv. Þó ber
þess hér að gæta, að þar sem svo er ástatt nú,
bera ráðherrar ábyrgð á stjórninni, en þjóðhöfðing-
inn ekki. Áður en farið verður nánar út í þessa
grein, verður að lýsa í fám orðum uppruna og afstöðu
ríkisráðsins norska.
Á Frakklandi, Englandi, Danmörk og Svíþjóð tóku
konungar smámsaman fasta ráðgjafa við hlið sér, og
komst ákveðið skipulag á það á 13. öld.1) í Noregi
verður það fyrst nokkru síðar. Auðvitað hafa kon-
ungar frá alda öðli haft við hlið sér trúnaðarmenn
sína til ráðagjörða, án þess að atkvæði þeirra hefði
nokkra þ5rðingu að því, er snertir stjórnlagalegt gildi
ákvarðana konunga. Árið 1218 eru t. d. taldir ráð-
gjafar Hákonar gamla í Noregi.2) Var konungur þá
ungur og alveg nýtekinn við ríkisstjórn. Ráðgjafar
konungs koma stundum fram sem vottar eða vilnis-
menn við merkilegar samningagjörðir, t. d. 1222, þeg-
ar konungur veitti erkibiskupi leyfi til peningasláttu.8)
En þó er það ekki talið skilyrði fyrir gildi samninga í
Noregi um þessar mundir, að ráðgjafar sé með kon-
ungi.4) Mætti ef til vill ætla, að aðstoð ráðsins hafi
haft meiri þýðingu, þegar um samninga við önnur ríki
var að ræða,6 *) en hæpið er þó að leiða nokkurar getur
um það, enda brestur að mestu upplýsingar um mál-
ið að þvi, er Noreg snertir, langt fram á 13. öld. Og
engin lagaheimild er til frá 13. öld, er bindur konung
alment að nokkru Jeyti við neitun eða játun ráð-
gjafa sinna. Tilgangurinn gat liæði verið sá, að kon-
1) Yngvar Nielsen, Det norske Rigsraad. bls. 3. 2) Pms.
IX, 291. 3) DN. I, Nr. 5, III, Nr. 1. 4) Yngvar Nielsen, s.
8t., bls. 13. 5) Sbr. DN. Y, Nr. 4, VII, Nr. 9.
10*