Andvari - 01.01.1910, Page 21
Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni. XV
þýðinguna alla orð fyrir orð. Stóð vinnan við þýð-
ing G.ts. yfir 9 ár, en N.ts. 5 ár. — »Lagði biskup
fram mjög mikla og góða vinnu í báðum nefndun-
um«, skrifar Þórhallur biskup í eftirmælum eftir
Hallgr. biskup í N.kbl., og enn fremur: »Þeir, sem
með honum unnu að því slarfi, fundu hvaða kapps-
mál honum það var, að koma verkinu áfram, og sjá
fyrir endann á því — og honum auðnaðist það«.
Biblíuþýðingin nýja úr frummálunum — einkum
frumþýðing séra Haraldar Níelssonar á G.t. — er hið
mesta vísindalegt og jafnframt kirkjulegt stórvirki,
sem unnið hefur verið í íslenzku kirkjunni á síðai'i
öldum; — en það er og annað meira: það er það
metnaðar-þrekvirki og fremdar-afrek af hálfu kirkju
þessa Iands, er skýrt markar á skjöld hennar sæmd
og sjálfstæði á komandi tíð.
1 sömu áttina stefndi það framtaksverk Hall-
gríms biskups, að vigja sjálfur eftirmann sinn — að
ósk hans — í dómkirkju landsins. Það varð hið
síðasta allra hinna mörgu prýðilegu verka Hallgríms
biskups i skrúða, en ekki var það liið sízta. —
Mátti oss prestum, er viðstaddir vorum þá athöfn,
finnast svo sem yíir henni lýsti hugðnæmur bjarmi,
þar sem saman væri runnið í eitt fagurt kveldskin
kirkjulegs starfs Hallgríms sem prests og biskups og
ljómandi morgunskin endurborins sjáll'stæðis ís-
lenzkrar landskristni; — og minnisstætt er oss, hversu
styrkur lians og kennimannlegur skörugleiki við þá
athöfn yfirgekk alla eftirvænting vora, sem böfðum
séð hann vikunum saman á undan þjást kröftum
þrotinn.
Hjá Hallgrími biskupi fóru saman miklar Qöl-
hæfar gáfur*) — og stórmentað mannvit á háu stigi.
En samfara voru í óvenju ríkum mæli manngildis
emkunnir þær, er mest eru verðar; nefni ég þar til:
hreinlyndi hans og hógværð, umburðarlvndi við menn
og málefni, grandvarleika í orðum og athöfnum,
i f *. ^vo var liugvitsgáfa Hallgríms og liagleiks á smiöar, aö hann
eitt ^’ík uokkur og sérstakan ^taö í liúsi sinu til oð geta fengist lítið
ar Va? llail(?snilöai’ 1 hinum fáu tómstunduin sér til gamans og liressing-
krCctol1 sy° ll* komnum smíðisgripum man eg bezt eftir reglustiku meö
kostagerð, er var lians eigin upp/undning.