Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 8
II
Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni.
Frá Blöndudalshólum fluttist Hallgrinnur 2 árai
gamall með foreldrum sínum að Staðarbakka,. og;
þaðan sjö árum síðar að Staðai’stað.
Foreldrar hans voru hvort á sínu svæði búsýslu-
menn miklir og góðir. Var Sveinn prófastur einkar-
liygginn búmaður, ráðdeildarsamur, stjórnsamur og
reglufastur. Sjálfur var hann iðjumaður mikill, og.
vann jöfnum höndum að bóklegum störfum og smið-
um. Guðrún siðari kona hans og móðir Hallgríms
biskups var gæðahúkona og valkvendi- var hún
sönn hollvættur heimilisins í öllu húsmóður-starfi og.
tilhlutun, og átti fullan lilut að búsæid þeirra hjóna
og velmegun á Staðarstað. Var heimili þeirra í fremstu:
röð prestaheimila i sveit. Þar ólst Hallgrímur upp* **
að öllu leyti til þess, er hann fór í Reykjavíkurskóla,.
og er þar eitt hinna mörgu dæma, er sýna og sanna,
að slík heimili eru æskulýð vornm hinar hollustu
uppeldisstöðvar og beztir barnaskólar.
Það þótti foreldrum Hallgríms, — svo sem jafnan
hefur þótt vitrum og góðum foreldrum í sveit, eigi
síður embættismönnum og höfðingjum en öðrum, —
ómissandi þáttur í uppeldi*) barna sinna, að láta þau
taka þátt í hinni fjölbreyttu og hollu sveitavinnu.
Hið mikla þroskunargildi hennar fyrir hinn uppvax-
andi lýð duldist þeim ekki.
í bernsku var Hallgrímur því vaninn við þau.
störf, er lielzt eru við barna hæfi, og, eftir því sent
honum óx aldur og þrek, við algenga sveitavinnu með
systkinum sínum'*) og öðru heimilisfölki, Á skóla-
* Hér er atvik, er á það bendir, í hverjum anda Hallgrimur liali
verið alinn upp i æsku: Éitt sinn var það, að Hallgrímur tregðaðist við
að inna starf nokkurt af hendi, er foreldrar hans vildu láta liann vinna;
var Ilallgr. þá enn á barnsaldri. Pá kastaði faðir hans fram þrem stök-
um til hans, og skyldi liann læra. Ein þeirra er gleymd; en tvær kann
Elisabet ráðlierrafrú, systir Iiallgrims, ..og eru þsersvona:
Góðu börnin, Grimur minnl Öllum þeim, sein eru þeim góð,
gleðia vilja’ hann pabba sinn, aldrei Býna stygð né móð,
mjúklynu vera mömmu við; lieldur þægð og þýðlynt geð;
mundu’ að læra þennan sið- þessu ástsæld fylgir ineð.
** Alsystkini Hallgrims, og börn síra Sveins og Guðrúnar, voru:
1. Elísabet, kona B. Jónssonar ráðherra.
2. Jón. kvæntur og búsettur, dó 25 ára, faðir sira llans heitins á Stað i
Steingrimsfirði, og
3. Sveinn trésmiður og borgari i Reykjavik.
En hálfsystkini, börn sira Sveins og Guðnýjar fyrri konu lians, voru:
Jón Aðalsteinn, hinn mikli tungumálamaður, og Sigriður móðir síra Har—
aldar Níelssonar.