Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 189
fram að siðaskiptum.
167
samþykkja íslendingar1). Það var því ólöglegt, að
skjóta íslenzkum málum undir dóm konungs, nema dóm-
stólar i landinu he/ði dœmt það að efni til eða dœmt
það frá sér undir Iconungs dóm, af því að þeir töldu
sér of vaxið að leggja dóm á það. í þessum tilfell-
um verður því ekki neitað, að konungur átti æðsta
dómsvald yfir landinu. En lögin segja ekkert ein-
di-egið um það, hverir dæma skuli með honum.
Hann átti eftir Jónsbók, þingtb. 9, að dæma með
ráði og samþykt beztu manna, en rb. 1314 § 1 segir
ekki eitt orð um þetta. Þótt það væri skylda kon-
ungs eftir Jónsbók, samkvæmt þeim skilningi, sem
íslendingar hafa lagt í þgfb. 9, að dæma með ís-
lenzkum mönnum islenzk mál, þá liefir það oft verið
óhægt, að koma því við, og konungur hefir þá tekið með
sér einliverja ráðgjafa sína, þótt hann hefði í raun
og veru ekki rélt til þess, að minsta kosti ekki frá
sjónarmiði íslendinga. Auk þess er það alveg víst,
að aðrir en stórliöfðingjar og ríkir kappsmenn gátu
trauðla skotið málum sinum til Noregs. Hin málin,
sem Iögmenn og sýslumenn þóttust ekki fá yfir tekið,
t. d. stór sakamál, er þeir dæmdu á konungs misk-
unn, o. s. frv., var engin önnur leið til að útkljá, en að
leggja þau undir konung. Það er því oft talað um
það, að menn fóru utan á fund konungs til þess að
fá uppgjöf saka, og gaf konungur oft upp sakir án
þess, að getið sé, að hann hafi ráðfært sig við
nokkurn eða að landsvistarbréfið sé gefið fyrir tilstilli
annára2), eða sagt er, að konungur hafi gefið hlutað-
eiganda landsvist »fyrir guðs sakir og bænarstað góðra
1) Sbr. Ríkisr. íslands, bls. 13, 15, 16, 179—180. 2) Sjá
d. Dl. VII, Nr. 684, VIII, Nr. 466.