Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 118
%
ísland gagnvart öðrum ríkjum
íslandi. Sú lieimild er þó lítilsvirði, því að ef betur
er að gætt, þá verður konungur aldrei eigandi þess-
ara goðorða. Engir þingmenn Oddaverja voru bundn-
ir við þelta afsal, ekki gerði konungur heldur nokkr-
ar ráðstafanir til þess, að lála fara með goðorðin,
en slík vanræksla vat'ðaði goðorðsmissi eftir íslenzk-
um lögum1), og ekki þóltust ei’fingjar þeirra Sæ-
mundarsona bundnir við goðorða-afsalið. Enn frem-
ur hefði konungur eftir íslenzkum lögutn ekki getað
ráðstafað goðorðum hér á landi, nema til þriggja
ára, því að umboð féll brott ettir þann tíma, efum-
hjóðandi fór utan og kom ekki til landsins áður
en þau 3 ár væri liðin2). Gilti þessi regla auðvitað
líkaum goðorð manns, sem átti heimilisfang erlendis. Á-
kvæði Grágásar um meðför, kaup og sölu goðorða3)byggj-
ast A'itanlega öll á því, að goðinn sé íslenzkur. Kon-
ungur mátti og vita það, að þingmenn voru eigi
bundnir við afsalið. Goðorðskauj) var ekki ósvipað
kaupi að útgáfurétti blaðs eða tímarits, þar sem
kaupendur geta sagt liinuin nýja eiganda upp kaup-
um nær því, hvenær sem þeir vilja. Að selja goð-
orð í hendur konungi var og í raun réttri sama — ef
löglegt hefði verið — aem að segjast úr lýðríkinu ís-
lenzka, en lil þess, að það færi löglega fram, þurfti
eílaust samþykki lögréttunnar.
Árið 1252 gaf konungur Gizuri Þorvaldssyni
heimfararleyfi. Var honum þá »skipaðr mjök svá
allr Norðlendingsfjórðungr«. Tóku Skagfirðingar þá
við Gizuri. Er sagt, að hann liaíi stefnt þeim til fundar
og að fesin liafi þar verið upp konungsbréf, en ekki
1) Grg. I a, 43, 49, 50, 79, 97, 105, 117, 141-142, 214 o. fl.
2) Grg. I a, 128, 239, II, 76, 96. 3) Sjá einkum Grg. I a.
141—142.