Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 148
126
ísland gagnvart öðrum ríkjum
li-—7. Um þenna lið er það að segja, að það
er alveg heimildarlaust, sem Berlín* 1) heldur
fram, að íslendingum sé að eins heimilaður upp-
reisnarrétlur gagnvart konungi, ef hann rýfur samn-
inginn. Ákvæðið er ekkert annað en samkomulag
um: 1) hverir skuli meta samningsrof og 2) hverjar
afleiðingar metin samningsrof skuli hafa, að því er
til konungs tekur. Að því er 1) snertir má vísa til
þess, er síðar verður sagt um samband íslands og
ráðsins norska (siðar ríkisráðsins). Samþyktin er
gerð af íslandi sem fullveðja ríki 1262. Loforðið
um »ævinlegan« skatt og hollustu við konung og arfa
hans brýtur vitanlega alls eigi bág við uppsagnar-
ákvæðið, því að þau loforð verður að skýra og skilja
i sambandi við skilyrðið um það, ef konungur rýfur
sín heit. Þótt uppsagnar-ákvæði væri lika sett í ýms-
um samningum eða lögum milli konunga og þjóða og
þótt þau liaíi venjulega reynst þýðingarlítil, þá er ekki
gott að sjá, hverju máli slíkt skiftir hér, enda voru þau
auðvitað sett til þess, að þegnarnir hefði löglegan
veg lil þess, að losa sig við þann konung eða höfð-
ingja, er braut lög á þeirn eða rauf heit sín við þá.
Og þótt íslendingar beitti því ekki eða gætu ekki
fyrir aílleysis sakir beitt því, þá verður að skilja
orðin eins og beint liggur við og óhjákvæmilegt er.
Og þótt það væri rétt, sem Berlín2) segir, að sátlmál-
inn 1262 sé einhliða undirorpningar- og hyllingarskjal,
þá raskar það ekki uppsagnar-ákvæðinu, enda mun
Berlín vera það kunnugt, að einhliða loforð eru oft
að Hirðskr. gilti eigi á íslandi, og þótt svo hefði verið, þá er
þar engin skljlda lögð á konung, i þá átt að senda þangað jarl.
Honum er það í sjálfs vald sett.
1) Islands statsretlige Stilling, I, 90 o. s. frv., 129. 2) S.
st., bls. 132.