Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 70
48
ísland gagnvart öðruni ríkjum
til frekari afskipta at málefnum þeirra, sem hann
líka fékk að þreifa á. Islendingar skoðuðu sig eptir
sem áður sjálfráða um lagasetningar sínar allar, bæði
í þeirri grein og öðru. Ekki verður heldur séð, að
konungar þeir, sem komu eptir Ótaf, hafl þorað að
fara fram á það, að íslendingar veitti þeim neina
lyðskyldu, jafnvet ekki einu sinni Haraldur harðráði,
sem þó var til flestra farsællegra hluta ágjarn og
teitaði mjög vináttu íslendinga, og var vinsæll af
þeim. Og svo endust vinsældir hans leingi á ístandi,
að Þórður kakali og Vestíirðingar liétu á sál hans fyrir
Flóabardaga 1244.1) Sjálfir settu íslendingar sér og
á árunum 1122—1133 kristinn rétt með ráði Özurar
erkibiskups í Lundi, sem þá var erkibiskup yfir öll
Norðurlönd. Við hverja þeir ráðfærðu sig um kristin-
lög sín eða undir hvern kirkjuhöfðingja þeir lielzt
hnigu, gat alls einga þýðingu haft um sjálfstæði þeirra
sem þjóðríkis, eins og það gat ekki haft neitt að
merkja um sjálfstæði hvers af ríkjunum á Norður-
löndurn að þau hnigu öll um langa tíma undir einn
erkibiskupsstól, fyrst í Hamborg, síðan í Brimum og
því næst í Lundi. Það gat lieldur ekki hreytt að
neinu leyti réttarafstöðu íslands né Grænlands, þó að
kristnin á íslandi og Grænlandi2) linigi undir erki-
biskupsstólinn í Niðarósi eptir að hann var stofnaður
1152. Hitt er annað mál, að erkibiskuparnir í
1) Sturl. II. 53.
, 2) Grænland varð að vísu miklu síðar biskupsriki en ísland.
Arið 1056 sendir Aðalbert Brimabiskup birðisbréf sín til Græn-
lendinga með ísleifi Skálholtsbiskupi (GrhM. III, 404, 405, 419).
En 1123 gera Grænlendingar alþingissamþykt um að stofna hjá
sér biskupsstól (GrhM. II, 680; Elat. 111, 445). Hvenær klaustur
(bræðra og systraklaustur) Grænlendinga hafi verið stofnuð,
verður ekki með vissu séð, þó að vísu fyrir 1308 (GrliM. III,
96, 254—255).