Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 124
102
ísland gagnvart öðrum ríkjum
rænti þar. Þar varð þó sú sætt, að Þórður skyldi
fara norður með Gizuri, og var hann á Reynistað
með jarli um veturinn 1259—1260.x) Það sumar tók
Hákon lconungur upp þá aðferð, að senda sendimenn
beina leið til alþingis með skattbeiðslur sínar, en ís-
lendingar neituðu þá öllum skattkröfum, og þótti
konungi för þeirra allill,2) en að öðru lejdi brestur
sagnir frá þessu þingi. Má þó nærri geta, að menn
jarls hefði ekki neitað skattgjaldi svo örugt, sem raun
varð á, ef þeir liefðu ekki vitað, að jarli var það
að skapi. Þá fór Gizurr enn ferð á Rangárvöllu með
fjölmenni mikið. Er þá sagt, að hann haíi látið
Oddaverja hina helztu sverja sér og Hákon konungi
trúnaðareiða.3) Má nærri geta að þetta hafl verið
nauðungareiðar og því alls eigi bindandi, énda töld-
ust Oddaverjar ekki skyldir að lialda þá, eftir því,
sem síðar kom fram. Hafði Gizur þá í orði kveðnu
náð undir sig Sunnlendingafjórðungi og líklega meslu
af Norðlendingafjórðungi, þó að nokkuð sé vafasamt
um Þingeyjarþing og nokkuð af Eyjaíirði, þar sem
ríki Sighvats og Þórðar kakala liafði verið, en Þor-
varður Þórarinsson kallaði síðan til og hafði fengið
heimildir á af Steinvöru Sighvatsdóttur, tengdamóður
sinni. Enn hefir konungi þótt Gizur reka lítt erindi
sín á íslandi, því að 1261 fer hann að semja við
Hrafn Oddsson, er þá var skipaður Borgarljörður,4)
og birti konungur í því hið mesta vantraust á Gizuri
jarli. Vitanlega gerði Hrafn ekkert til þess að koma
konungsmálum fram, enda liafði hann jafnan verið
einbeittasli mótstöðumaður konungsvaldsins. Árið
1261 kom út Hallvarður gullskór, trúnaðarmaður og
1) Sturl. II, 257—259. 2) Fms. X, 97. 3) Sturl. II, 259.
4) Sturl, II, 259.