Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 31
Sambandsmálið.
9
ur Neergaard, sá er forsætisráðherra var 1908, þegar
milliríkjanefndin sat að störfum sínum. Féllu um-
ræðurnar á þessa leið:
Framsögumaður (N. Neergaard): »Það er ekki
undarlegt, þó að málefni íslands hafi vakið almenna
eptirtekt og alveg sérstaklega athygli Ríkisþingsins.
Öldungis eðlileg afleiðing af því hefir það því verið,
að íjárlaganefndin hefir borið sig saman við hinn
háttvirta forsætisráðherra viðvíkjandi íslandi, og hefir
leitað ýmislegrar fræðslu til hans um þetta efni.
Hið fyrsta málefni, sem athugi manna hefir beinzt
að, er það, hvað gera skyldi við sambandsmálið ís-
lenzka. Mönnum mun enn vera það í fersku minni,
að eg gat þess, þegar eg lagði fram sem forsætisráð-
herra í fyrra frumvarp miliilandanefndarinnar i sam-
bandsmálinu, að framvarp þetta væri af hendi Dana
ekki svo að skilja, að það væri neitt málamiðlunar-
efni né að meira yrði slakað til af vorri álfu en í því
er gert. Menn mun reka minni til þess, að dönsku
nefndarmennirnir í sambandsnefndinni voru allir full-
komlega á einu máli, hvaða stjórnmálaflokki, sem
þeir fylgdu, svo að í þessu máli kom einginn flokks-
ágreiningur fram á neinn hátt, sem þó er vanur að
gera vart við sig hér hjá oss. Nefndarmenn vorir
höfðu allir þann skilning og skoðun á þessu máli, að
hér væri ekki undir því komið að semja og þrefa
um það, hvorir kæmust að beztum kaupunum, heldur
h'tt, að vér Jétum í heild sinni svo mikið sem hægt
væri, ef eining ríkisins skyldi haldast óröskuð, eptir
vmveittri og oss nákominni þjóð eins og íslendingum,
sem er, eins og menn vita, hluti úr danska rikinu.1)
1) Leturbreyting gerð af þýöanda.