Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 9
Frá Hallgrími biskupi Sveinssj'ni. III
árunum var hann jafnan heima á sumrin, og fékst
þá einkum við heyskaparvinnu.
í uppvextinum þótti hann í alla staði mann-
vænlegur, en einkum framúrskarandi skýr og efni-
legur til bóknáms. Þótt hann væri fjörmikill, var
liann gamansamur án græsku, góðgjarn og ljúf-
lyndur. Á heimilinu lagði hann jafnan gott til mála.
Lundstirðum heimilismanneskjum og gjörnum á
að fyrtast reyndist glaðværð Haligríms og gaman-
semi einatt hinn bezti skapbætir. Heimilisfólkinu
þótti því mikils vert um góðgirni lians og gaman-
semi, og hafði á honum miklar mætur; það sá eftir
lionum, erhann fór i skólann á haustin, og hlakkaði
til heimkomu hans á vorin; það vissi að glaðværð
mundi aukast á heimilinu við heimkomu hans, því
að jafnan hafði hann spaugs og gamanyrði á takteini,
og lagið var honum að skemta lieimamönnum með
glaðværð sinni, orðfimi og meinlausri fyndni. Létt
var honum og þá um að kasta fram laglegum gam-
anvísum, ef honum brá svo við að liorfa, þótt liann
legði slíkt niður, er hann l'ullorðnaðist.
Hagur var hann snemma á smíðar jafnt sem orð.
Kann ég frá atviki að segja, cftir Sveini bróður lians,
því til sönnunar: Faðir lians hreinsaði stundum úr
og færði þau í lag, eftir því sem ófullkomin tæki hans
dugðu til. Nú var það eitt sumar, að hjól brotnaði
í úri Hallgríms. Smíðaði liann þá með tækjum föður
sins hjól í úrið í stað þess, er brotnaði, og dugði
það um stund.
Ekki tók séra Sveinn að kenna Hallgrími undir
skóla fyr en honum þótti hann hafa til þess æski-
legan aldur og þroska. Kom hann í Reykjavíkur-
skóla 1857 og settist í 1. bekk; — var þá 16 ára.
Samkvæmt piltaröð í skólaskýrslunum var hann fyrsta
skólaárið í miðjum bekk, annað árið næstefstur, og
öll síðari árin fjögur efstur sambekkinga sinna; voru
þó flestir þeirra gáfupiltar miklir og ötulir námsmenn.
Pá stýrði skólanum hinn strangi skólameistari, Bjarni
rektor Jónsson. Vildi hann hafa öll skólapróf ströng,
og urðu kennararnir yfirleitt að semja sig að vilja
hans. Háar aðal-einkunnir voru ekki auðfengnar;