Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 77
fram að siðaskiptum.
þings, en lét Stynni prest hinn fróða ríða lil þings
með lögsöguw1).
1231. Þá var þing fjölment. Þá voru af höfð-
ingjum á þingi þeir Sighvatur og Sturla son hans,
Snorri Sturluson og Guðmundur biskup með honum,
Ormur Svínfellingur og Þórarinn bróðir hans, Þor-
leifur í Görðum. Lá þá við vandræðum á þingi
milli Orms og Snorra um víg Dagstyggs Jónssonar,
áður Ormur seldi Snorra sjálfdæmi2).
1232. Var enn þing fjölment. Snorri Sturluson
reið þá til þings með álta liundruð (= 960) rnanna,
og voru þá á þingi bræður hans báðir Þórður og
Sighvatur og Sturla Sighvatsson, og veittu honum
allir. Slíkt liið sama Ormur Svínfellingur. Kolbeinn
ungi var og á þingi og hafði sex hundruð (= 720)
manns. Þorvaldur Gizurarson var og á þingi og Gizur
sonur hans með »mikit fjölmenni, ok vissu menn ó-
víst hverjum hann mundi veita, því at hann lét vel
við hváratveggju«. Á því þingi sættust þeir Kolbeinn
°g Snorri. Á þvi þingi er lalið, að lögsögumaður
yrði Styrmir hinn fróði8).
1233. Haustið fyrir var hið svo nefnda »há-
karlahaust« og veturinn 1232—1233 »jökulvetr hinn
mikli«; voru »hafísar alt sumar«, en Alþingi var þó
uppi. En þingreið hefir verið lítil. »Var Snorri
(Sturluson) á þingi eptir vanda sínum, því at liann
bafði lögsögu. Sighvatr kom um þingit norðan í
Hali, og var at Sauðafelli um þingit. En er Snorri
kom af þingi, sendi hann Sturlu Þórðarson eptir Sig-
1) Sturl. I, 299.
2) Sturl. I, 300-301.
3) Sturl. I, 313. — Bisk, I, 551. —Höyersannáll, Konungs-
annáll, Skálholtsannáll, Gottskálksannáll, Plateyjarannáll. Sbr.
Safn II, 30.