Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 136
114
ísland gagnvart öðrum ríkjum
ig lög haíi verið sett á lýðríkistímabilinu, svo að
menn geti borið fyrirmæli lýðríkislaganna saman við
aðferð þá, er höfð var, þegar sáttmálinn var gerður
milli Sunnlendinga og Norðlendinga og konungs 1262
og milli annara landsmanna á árunuin 1263 og 1264.
VI. Sáttmálarnir.
Næst liggur þá fyrir að skýra frá því, hvernig
sáttmálinn 1262 varð til. — Það er áður tekið fram,
að Hallvarður gullskór hefir leitað samninga við
Hrafn Oddsson og vingað hann við konung og mál
silt með því, að skipa honurn Borgarfjörð. Vorið
1262 liöfðu Vestíirðingar — auðvitað eptir ráðum
Hrafns — heitið að koma til þórsnessþings og sverja
konungi þar land og þegna. En Hrafn Oddsson kom
þangað ekki. Segir ekki, liversvegna hann efndi ekki
það heit. Var málunum þá skotið til alþingis. Heíir
það annað hvort verið af því, að nauðsynjar hafa
bannað, eða hinu, sem líklegt er, að runnið hafi á
liann tvær grímur, þegar á átli að lierða, og að hann
hafi viljað bíða og sjá, hverju fram færi. Sama vor-
ið (1262) lét Gissur jarl »nökkura menn« sverja kon-
ungi land og þegna á Hegranessþingi, enda hafði ver-
ið ritað norður til hans um heityrði Vestfirðinga um
að sækja Þórsnessþing. Hefir Ilallvarður gert það
eða látið gera. Leið nú til Alþingis. Um atburði
þá, er þar gerðust, ber Sturlungu og Hákonarsögu ekki
saman að öllu, og virðist einsætt að fylgja frásögn
Sturlu lögmanns Þórðarsonar (höf. Hákonarsögu), sem
sjálfur var við þessa atburði riðinn, og hinn skilrík-
asti maður. Segir Sturla, að allir hinir stærstu menn