Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 205
fram aö siðaskiptum.
183
einkum ef hann sá þörf til að veita þess konar lej'fi.
Hins vegar er það miklu merkilegra, er alþingi gerir
samninga við útlenda kaupmenn, sem hér hafa verzl-
unarleyfi, um tilhögun verzlunarinnar, þar á meðal
mæli og vog. Til er einn slikur samningur frá 1527
milli alþingis og Hamborgarkaupmanna, og lofa kaup-
menn þar að fá bréf af Hamborgarráði, að samn-
ingur þessi skyldi lialdast.1) Ekki erkunnugt, livort
slíkt samþyktarbréf Hamborgarráðs hefir fengið verið,
en samningurinn er gerður »upp á væntanlegt sam-
þykki« þess. — Þess er áður getið, að ríkisráðið
norska blandaði sér ofl í verzlunarmál íslands. Þess
var og að vænta, því að hæði kærðu Norðmenn ein-
att fyrir því, ef þeim þótti á sig hallað í þeim efnum,
og svo þótti þeim og ráðinu illa, að konungur veitti
öðrum þjóðum verzlunarleyfi á íslandi. Var það skilj-
anlegt, því að Norðmenn vildu gjarna liafa einokun
á verzluninni. Konungur veitti þó annara ríkja þegn-
um einatt verzlunarleyfi á íslandi, að ráðinu forn-
spurðu, sem rétt var, því að það átti engan rétt á þeim
málum. Er einkum Danakonungum stundum gefið það
að sök, að þeir hafi veitt verzlunarleyfi á íslandi að rík-
isráðinu norska fornspurðu.2) Er ráðið hér að gæta
hagsmuna Noregs gagnvart konungi og íslandi, oger
það í sjálfu sér ámælislaust, þótt ríkisráðið norska
vilji sjá hagsmunum Noregs sem bezt borgið.
Konungur gerði utanríkissamninga fyrir Noregs
liönd. Að því leyti er auðsætt, að sama stjórnarvald
er fulltrúi hæði Noregs og íslands. IJar með er ekk-
ert um það sagt, hvort utanríkisráðstafanir konungs
gildi bæði fyrir ísland og Noreg, þótl ekkert væri