Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 134
112
ísland gagnvart öörum ríkjum
setjast í lögréttu, eítir að liann liafði haldið töluna að
lögbergi og inenn höfðn játað að hlíta úrskurði hans.
Og þessa aðferðina mætti ætla, að lögsögumaður
landsins, sem bezt þekti lög þess, hefði haft, ef þess
hefði verið nokkur kostur. En þótt nú svo hefði
verið, að menn hefði samþykt það í lögréttu sem lög,
að fela Þorgeiri Ljósvetningagoða þenna vandasama
starfa, þá verður þó altaf sá munur á þeirri sam-
þykt og öðrum lagasamþyktum, að samþykkjendurn-
ir vinna eið að því, að halda samþyktina út í yztu
æsar, með því að þeir sverja Þorgeiri, að halda úr-
skurð lians, liver sem hann kynni að verða. Kemur
þetta af því, að hér er um samning að tella, 1) milli
heiðinna manna og kristinna, 2) milli heiðingja og
Þorgeirs og 3) milli kristinna manna og Þorgeirs. En
að Þorgeir krafðist eiða af hvorumtveggja sýnir það,
að mikils hefir þótt við þurfa, eins og von var, þar
sein málið var hið mesta kappsinál hvorumtveggja,
lieiðnum mönnum og kristnum.
Ari fróði1) segir frá því, er hin fyrstu skrifuðu
lög voru lesin upp í lögréttu árið 1118. Kemst hann
svo að orði, að öllum liafi líkað þau vel og enginn
hafi í móti mælt. Þetta gæti bent til þess, að leyfa-
aðferðin hefði verið liöfð, þegar lög voru sett, en
það þarf þó ekki að tákna annað en það, að enginn
hafi haft neitt við lögin að athuga, en alls ekki það,
að hver þingheyjandi, sem vildi, hafi átt rétt á því, að
mótmæla eða leggja bann við lögunum eða einstök-
um ákvæðum þeirra. Urn lögin 1117, þegar samþykt
var að skrásetja og endurbæta lögin, segir Ari rétt á
undan, að þá hafi verið samþykt, að lialda þau hin
nýju lög, er meiri hliitur manna mælti eigi í gegn.3)
íslendingabók, 10. k. 2) S. st.