Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 213
191
Konsúlar og erindrekar.
um þeim sömu störfum og yfirvöld og lögreglustjórar
heimafyrir; en sá tími, sem þeir mega verja til at-
vinnu- og verzlunarmála og leiðbeininga um þau,
getur orðið mjög af skornum skamti.
Hinn mikli kostnaður, sem útgerð sendikonsúla
hefur í för með sjer, hefur valdið því, að smáþjóð-
irnar liafa ekki fyrr enn á siðari árum tekið að nota
þá. En þeir staðir eru að vísu tiltölulega fáir, er
ekki mátti komast af með valkonsúl starfsmagnsins
vegna. Sendikonsúla nota þau því að eins þar sem
störfin heimta manninn allan og þar sem konsúlar
fara með dómsvald. Valkonsúlar eru ekki að eins
ódýrir, lieldur geta þeir, ef til vill, orðið að jafn-
miklu liði og hinir, ef það hepnast, að fá fyrir kon-
súl mann, sem er í miklu áliti og mikið á undir sjer.
En það tekur að minsta kosti ætið tíma fyrir sendi-
konsúl, að kynna sjer svo menn og málefni á staðn-
um, sem þörf er á.
Með því að það er heldur stutt síðan, að farið
var að nota sendikonsúla, er ekki fengin full reynsla
fyrir því, hvernig þeir gefast. Nefnd var sett í Dan-
mörku árið 1906 til þess að íliuga skipun utanríkis-
mála konungsveldisins og koma með tillögur um þau.
Hún samdi frv. til laga um þessi mál, og varð það
frv. samþykt næstum óbreytt á þingi 1908 og stað-
l’est sem lög. Nefndin leilaði tillagna helztu manna
ríkisins, er við útlönd skipta, og hnigu lleslra að því
að fjölga sendikonsúlum svo mikið sem efni ríkis-
ins leyfðu. F isl. K.1) gerði þá fleiri uppástungur í
þá átt. Sendikonsúlum var fjölgað að nokkru með
þessum lögum. En menn kváðu, að eingöngu kostn-
aðarins vegna, hlyti sendikonsúlar að verða undan-
tekningin, en valkonsúlar aðalreglan.
Það hefur komist til orða, livort eigi mætti tak-
ast að nota sendikonsúla í slað sendiherra eða sam-
eina störf þeirra þannig, að sparnaður yrði. Raddir
voru uppi um þetta mál á stórþingi Norðmanna,
þegar þeir setlu utanríkismál sin á laggirnar eptir
1) Foreningen af islandske Köbmænd i Köbenliavn.