Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 119
fram að siðaskiptum.
97
er sagt, livað á þeim bréfum stóð. Víst er þó um
það, að Gizur hélt héraði hvergi undir konung, því
að Heinrekur biskup tók hrátt að fjandskapast við
hann1). Er það mjög líklegt, að Heinrekur biskup
hafi vitað utn eða jafnvel verið hvatamaður að því,
að þeir umhoðsmenn Þórðar kakala, Eyjólfur ofsi
og Hrani Koðránsson, er ekki vildu láta ríki Þórðar
laus fyrir Gizuri, fóru að honum, og lögðu eld í hæ
hans á Flugumýri árið eftir (1253)2). Og árið eftir
(1254) sendi konungur Sigurð silkiauga til landsins,
ásamt Sigvarði Skálholtsbiskupi, auðvitað til þess að
líta eftir umboðsmönnum sínum. Var Gizuri þá
og utan stefnt og dvaldist ltann í Noregi til 12588), en
Odd Þórarinsson setti hann yíir ríki sín. Enn hafði
Gizur engum ríkjum hér náð undir konung, og yíir
höfuð reynzt konungi hinn tvöfaldasti. Oddur var
veginn 12554) og tóku þeir Eyjólfur ofsi og Hrafn
Oddsson, umboðsmenn Þórðar kakala, þá aftur undir
sig ríki þau, sem Gizur liafði liaft í Norðlendinga-
fjórðungi, enda kvaðst Eyjólfur hafa konungsbrél' og
skipun í Skagafirði og bauð Þorvarði, bróður Odds,
honungs dóm á málum þeirra og utanför þeirra
keggja. Svo vildi hann og liafa sveitarskipan undir
honungsdómi6). Má af þessu marka, að konungur
muni engan óþokka hafa lagt á þá menn, er að
h'lugumýrarbrennu voru.
Sumarið, sem Gizurr Þorvaldsson kom út (1252),
skipaði konungur þeim Finnbirni Helgasyni ríki fyrir
oorðan Vöðluheiði og Þorgilsi Skarða, af Sturlunga-
ætl. Borgarfjörð.6) Voru þessar ráðstafanir alveg
... 1) Sturl. II, 101, Fms. X, 51. 2) Sturl. II, 154, o. 8. frv.
Íl B'ms. X, 69—61, 93 Sturl II, 177,181, 252. 4) Sturl. II, 192.
ö) Sturl. II, 213. 6) Sturl. II, 101, 116—117, Fms. X, 45.
Andvari XXXV. 7