Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 225
Konsúlar og erindrekar.
203
móti allýtarlegar og nákvæmar og þær er bezt að
kynna sjer, ef maður vill fá eitthvað að vita um sölu
á íslenzkum fiski. Jeg vil ekki fjölyrða um það,
hversu notalegt og eiginlega sjálfsagt það væri, að
íslenzkur maður gegndi þeim störfum, sem Norð-
mannsbrotið gegnir fyrir dönsku stjórninna, því að
það munu allir einhuga um á íslandi. Þegar þann-
ig er ástatt, gæti ekki hjá því farið, að íslenzkur er-
indreki ætti nóg erindi þangað. Það mundi skipta
mildu, að íslenzka stjórnin gæti liaft hréfaskipti við
sinn erindreka, í stað þess sem nú er, þegar alt verð-
ur að ganga gegn um utanríkisráðaneytið, sem að
eins er til mikillar tafar, en lítils gagns. Meginþorri
þeirra skýrslna, sem Island varða í þessu máli, eiga
ekkert erindi þangað. Þar að auk hlyti íslenzki er-
indreki að verða mikill liðsinnismaður kaupmönnum
í þeirra nauðsynjum.
Það senr nú hefur verið sagt um Spán, á einnig
algerlega við Ítalíu að því undanskildu að sendisveit-
arstörfum þar gegnir danskur maður. En þess má
þó gela, að danski valkonsúllinn í Genova mun láta
sjer mjög ant um að gegna starfi sínu vel. Enda
eru allar skýrslur frá hans hendi töluvert mikils
■verðar og ábyggilegar. En þar gildir auðvitað hið
sama, að þær koma fyrir almenningssjónir seint og
síðar meir, eptir að þær liafa legið í utanrikisráða-
neytinu sinn tíma. F. isl. K. taldi það þó eitt við-
unandi, að hafður væri sendikonsúll á staðnum. En
því var ekki gaumur gefinn. Eti það er auðsætt, að
F. isl. K. hefur að eins liaft bælur á ísl. markaði
fyrir augum. í því fjelagi eru menn, er vita hvar
skórinn kreppir. Það þarf ekki frekari skýringa við,
hversu mikið verkefni er fyrir hendi fyrir ísl. erindreka i
þessum löndum háðum, ogvjerhöfum ekki ráð á að
láta það dragast úr hömlu að senda vorn eigin mann
suður þangað. Sá gæti bæði liaft Spán og Ítalíu undir.
Alþingi hefur einusinni veitt dálitinn styrk til
erindreka (D. Thomsen) þangað suður. En þetta var
skyndiboði, sem fara varð fljótt yfir. Þó að vjer
höfum sent hraðboða einu sinni og það fyrir löngu