Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 34
12
Undirtektir Dana.
mér þykja svör hans fullnægjandi. I3ar við skal eg
bæta þeirri athugasemd, að mér er ánægja í því, að
orð hins háttvirta ráðherra benda á, að þessi stjórn
ætli sér, svo sem sú stjórn, er að völdum sat á und-
an henni, að framfara i sambandsmáli íslands í sam-
ræmi við alt Ríkisþingið, svo að í þessu máli komi
hvergi fram ílokkadrættir vorir innbyrðis, og á þann
veg, að gagnvart íslandi geti komið fram einn danskur
vilji, sem kunna mun tökin á því að verða tekinn
til greina í þeim samningum, er koma kynni. Eg er.
svo sem eg hefi sagt, ánægður með svar hins háttvirta
ráðherra og ánægður með þá stefnu þess, að vér höf-
um í þessu máli sama gang á því sem hingað til«.
Landsmenn þurfa ekki að láta sér falla kelil í
eld við þessar undirtektir; menn hafa verið við því
húnir að svo kynni að fara, að stirt mundi verða í
það tekið i fyrstunni, hvenær sem íslendingar færi
fram á fullkomið sjálfstæði og fullveldi, eins og sam-
þykt þjóðfundarins á Þingvöllum 29. Júní 1907 vottar:
»Fundurinn krefst þess, að væntanlegur sáttmáli
við Dani um afstöðu landanna sé gerður á þeim
grundvelli einum, að ísland sé frjálst land í konungs-
sambandi við Danmörku, með fullu jafnrétti og fullu
valdi yfir öllum sínum málum. En þeim sáttmála
má hvor aðili um sig segja upp. — Fundurinn mót-
mælir allri sáttmálagerð, er skemmra fer, og telur þá
eigi annað fyrir höndum en skilnað landanna, ef
eigi nást slikir samningar, sem nefndir voru«.