Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 226
204 Konsúlar og erindrekar.
til þess að kynna sjer markaði fyrir ísl. afurðir þar,
kemur það ekki að miklu lialdi. Ef það er alvöru-
mál að liafa erindreka, og skuli fje því, sem til lians
er varið, ekki á glæ kastað, hlýtur liann að verða
embættismaður til lengri tíma, hvort sem liann hef-
ur fastan bústað þar eða annarsstaðar. Ef aí líkum
má ráða, mundi það embætti ekki lagt skjótt niður,
því að það mundi sannast, að það yrði jai'n happa-
sælt og að leggja niður vita þar sem ör væri sigling.
Það er ekki svo að skilja, að ísl. erindreki eigi
ekki erindi annað en til Spánar og Italíu. Jeg hef
að eins farið þessum orðum um það atriði, af því
að það stingur svo í augu; Peir menn, sem mest
og bezt hafa starfað að kaupfjelagsskap, svo sem
Þingeyingar, mundu geta þar gerst um sagt, hvort
það kæmi sjer ekki vel fyrir kaupfjelögin hjer á
landi að geta snúið sjer lil manns, sem kunnugur
væri á Bretlandi og víðar og gerði ekki hvert viðvik
í eigin hagsmuna skyni. Enda þótt kaupfjelögin
sendi erindismenn sína til úllanda, verður árangur-
inn af þeim sendiferðum ekki ætíð mikil. Það er
og engin furða. Það er ekki á valdi manna, sem ef
til vill eru ekki vel leiknir á tungumálum og vanir
verzlunarsökum erlendis, að reka slíkt starf, þó að
þeir sjeu gáfaðir menn og góðir bændur og vel að
sjer í öllum kaupskap heima. Það, sem fyrir þeim
liggur, er þeir koma utanlands, er því optast það,
að snúa sjer til umboðsmanna sinna erlendis, sem
ætíð eru málsaðilar líka gegn þeim sjálfum og reka
umboðið sem atvinnu. Það kæmi sjer því vel fyrir
kaupfjelögin að þekkja einhvern annan kunnugan
mann en umboðsmanninn og þurfa ekki að selja
lionum eindæmi, þar sem hann ekkí á að liafa það.
Jeg vil að eins benda á eilt dæmi, sem sýnir hve
miklu verzlunarerindreki gelur komið til leiðar. Her-
mann alþm. Jónasson var sendur til Danmerkur til
að þess að greiða fyrir ketsölu. Þar mætti þó ætla,
að sízt væri þörf á íslenzkum erindreka. Förin liafði
þó, að þeirra dómi er bezt þekkja, mikinn árangur.
Þó mæltu margir, að maðurinn væri ekki sem bezt