Hlín - 01.01.1929, Side 34
sá á dökkan díl, en eftir hádegi þann dag, kom sólbráð,
svo að nokkrir vatnsdropar fengu hægt og hægt fram-
rás. Það var fyrsti vottur vorsins, og eina líknin vár
það, að eftir þetta kom hægur bati, alt af sólbráð á
hverjum degi, og þessum harða vetri og hæga vorbata
fylgdi gróðurríkt og gott sumar. — Við segjum að
náttúruöflin sjeu blind, en áreiðanlega getum við
mennirnir þó mikið af þeim lært. Ýmsar umbætur í
fjelagslífi okkar þurfa í raun og veru að koma hægt
og friðsamlega, ef vel á að fara, líkt og vorbati eftir
harðan vetur. Sumar þeirra hljóta að taka yfir löng
tímabil í æfi þjóðanna, og eiga að stafa frá vaxandi
vori í sálum mannanna, vori sem kemur með sólbráð
og friði yfir klakahjúpinn, sem vetur margskonar van-
þekkingar, eigingirni og óheilbrigðs skipulags hefir
lagt yfir mannlífið. En við eigum að hjálpa því vori tii
að koma, með því að flýta fyrir vorgróðri mannúðar,
þekkingar og drengskapar. — Það er ekki til neins að
heimta »storma og steypiflóð« yfir klaka mannlífsins.
Hann kemur altaf aftur í nýjum og nýjum myndum, á
meðan vorblíðan er ekki komin í sálir mannanna, vor-
blíða, sem skapast af óeigingjörnum mannkærleika.
Þegar sú sólbráð þíðir klakann, er gróðurríkt og gott
sumar í nánd. — Það er gleði í huga okkar, þegar við
sjáum einhverstaðar votta fyrir þvílíku vori.
í dag erum við einmitt að reyna að hlúa að einum
slíkum vorgróðri, hann heitir »Rauðakrossdeild Akur-
eyrar« og er sprottinn af mannkærleika og fórnfýsi,
sprottinn af voryl í sál þeirra manna, sem vinna að
umbótum með samskonar friði og sólbráðin forðum og
vorið, sem nú er að líða. — Þéssi fjelagsdeild lætur
ekki mikið yfir sjer, hún lofar ekki stórkostlegum um-
bótum nú þegar, en hún vill smátt og smátt þíða klaka
vanþekkingar og veikinda, sem oft leggur yndislegasta
vorgróðurinn okkar í eyði, af því að okkur vantar skil-