Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 12
10
Einar Ól. Sveinsson
Skimir
enn fram í hinu síðasta, Leiðarljóði Jóns Sigurðssonar frá
vorinu 1845, tæpum mánuði fyrir dauða skáldsins. — Lítum
á annað. Jónas hefur ort mörg erfiljóð. 1 ótrúlega mörgum
þeirra kemur fram sú hugsun, hvílíkur skaði ættjörðinni hafi
verið að missa þennan, einmitt þennan, sem hefði getað unn-
ið henni svo mikið gagn. Þetta er grunntónninn í erfiljóð-
unum um Tómas Sæmundsson, að þessu kveður mikið í kvæð-
inu um Þorstein Helgason, en þessi hugsun kemur miklu víð-
ar fram.
1 erfiljóðunum um Þorstein Helgason segir m. a.:
Og góður sonur getur ei séna
göfga móður, með köldu blóði,
viðjum reyrða og meiðslum marða,
marglega þjáða, og fá ei bjargað.
Það voru ekki aðeins viðjarnar einar, sem Fjölnismenn
hugðu að, heldur einnig meiðslin, hinn hræðilegi hagur þjóð-
arinnar, fátækt og fákunnátta. Eitt af stefnuskráratriðum
Fjölnis var nytsemin. Það er ekki tómt mál, þegar Jónas tal-
ar um skrautbúin skip Islendinga færandi vaminginn heim
•— forðum; hann ber þetta í huganum saman við verzlunar-
hætti seinni tíma. Og ef til vill má geta þess hér líka, að ein
af rótum þessa kvæðis um ísland er án efa kvæði Oehlen-
schlagers „Island, hellige ö, Ihukommelsens vældigste Tem-
pel“, en þó að Jónas tali í sínu kvæði margt um liðna tíð,
þá fjallar kvæðið ekki um musteri minninganna, heldur um
land lifandi þjóðar, sem var eitt sinn frjáls, en missti frelsi
sitt, og frelsinu fylgdu svo önnur gæði. — Eða tökum Magn-
úsarkviðu, um Magnús Stephensen; sýnir ekki nítjándualdar-
maðurinn, sem lifir á miðju rómantíska tímabilinu, furðu
mikinn skilning á framfarabaráttu upplýsingarforkólfsins? En
Jónas er svo jákvæður í eðli sínu, vilji hans er svo góður, að
allar hinar sundurleitu hugsanir mynda eina heild í skáldskap
hans, auðga hann, en sprengja hann ekki sundur. Og þegar
á milli er annara verka, ritar fegurðardýrkandinn um hrepp-
ana á íslandi, um fiskverkun á Islandi og þýðir sundreglur,
ef einhver landa hans kynni að geta haft gagn af því. Og svo