Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 255
Skírnir
Ritfregnir
233
þekkingu og næmum skilningi og undirbýr lesandann á sérlega heppileg-
an hátt til að taka sjóferðasögunum, þegar þær hefjast. Ágætlega hefur
Creston tekizt að láta hið dulúðuga og óraunverulega, sem víst má kenna
við keltneskan anda, njóta sín í þeirri umgerð, sem hann hefur fellt að
hinum fornu sögum. Vel gætir hann þess, að lesandi ruglist ekki í, hvað
hann hefur lagt i munn sögumannsins Seaghans og hvað hinir gömlu
textar. Og er þó frásögnin samfelld og í sannleika hin lystilegasta lesning.
Ástæðan til þess, að mér þótti rétt að geta þessarar bókar hér, er sú,
að í síðustu köflum bókarinnar reynir Creston að gera sér grein fyrir,
hvort telja megi vitneskju um raunveruleg lönd leynast að baki sögunum
um furðulönd þau, sem Brendan og félagar hans fundu á siglingum sin-
um. Hér kemur fsland við sögu. Á miðöldum og lengi síðan trúðu menn
því fastlega, að til væru lönd þau öll, sem Brendans saga lýsir, og má sjá
sum þeirra á landabréfum miðalda. Á síðari tímum hafa margir með öllu
viljað hafna því, að nokkur fótur sé fyrir sögunum, og vísa þeim hiklaust
og að öllu leyti til heimkynna hugarburðar og draumóra og kristilegra,
uppbyggilegra tákna. Aðrir telja þó enn, að innan um öll undrin megi
greina kjarna, sem hafi svo sterkan raunveruleikablæ, að þá verði að telja
styðjast við þekkingu á fjarlægum löndum, bæði i suður og norður frá
frlandi. Visa þeir til þess, sem alkunnugt er, að írskir munkar sigldu miklu
viðar á skinnbátum sínum en líklegt mætti telja og tii íslands fóru þeir
að minnsta kosti ekki seinna en í iok 8. aidar.
Creston er varkár í dómum um þessi efni og gerir sér grein fyrir því,
að isinn er háll. En hann segir, að sér sé næst að halda, að í Brendans
sögu votti fyrir raunverulegri þekkingu sjónarvotta á eftirgreindum lönd-
um: Færeyjum, íslandi, Jan Mayen, Azoreyjum (jafnvel Kanaríeyjum)
og Antilla-eyjum eða einhverjum öðrum eyjum fyrir vestan haf. Hann
fullyrðir, að ekkert sér þvi til fyrirstöðu, að hægt væri að sigla irskum
curragh til allra þessara landa.
Einna öruggast telur Creston, að Islandi sé lýst í sögum Brendans, þar
sem þeir félagar hitta fyrir logandi fjöll og mergð djöfla: „Þetta eldspú-
andi land, sveipað glóandi skýjum og svörtum, fnykillum reykjum, það
getur ekki verið annað en suðurströnd Islands. Þegar maður kemur undir
ísland af suðri, sér maður úr fjarska háa, jökulkrýnda fjallatinda úr
hraungrýti og basalti, og yfir þeim gnæfa eldfjöllin Hekla og Katla í allt
að því 1500 metra hæð. Enginn er sá, á hvaða tima sem er og jafnvel á
vorum dögum, að ekki grípi hann geigur, meira að segja ómeðvituð skelf-
ing, við að sjá eldgos í öllu sínu veldi, og það þó úr fjarlægð sé. Hver
mundi þá verið hafa ógn og skelfing þeirra Brendans-munka, þegar þeir
sáu af hafi hrikaleg eldfjöll Íslands í fullum ofsa? Eins og grisku sjó-
mennirnir skelfdust, þegar þeir fóru um Messinasund og sáu logandi keilu
eldfjallsins Etnu, þannig hafa siglingamunkarnir verið lostnir skelfingu,
þegar þeir sáu Heklu og Kötlu spúandi logum og þeytandi glóandi hraun-
leðju upp í loftið, þangað til bráðnað bergið rann í straumum niður hlíð-