Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 187
Skírnir
Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna
185
Um læknismeðferS og aðra hjálp handa nemendum, sem
slíks þurfa við, fer eftir tilefni og aðstæðum á hverjum stað.
Þar sem héraðslæknar eru skólalæknar og ekki eru sérstakir
heimilislæknar, veita þeir nemendum þá meðferð, sem þeir
geta í té látið. Ef unnt er að ná til augnlæknis, háls-, nef-
og eyrnalæknis eða annarra sérfræðinga, eru send til þeirra
börn, sem þess þarfnast. Þar sem sérstakir skólalæknar eru
starfandi, annast þeir ekki læknismeðferð, en senda nemend-
ur til heimilislækna eða sérfræðinga. Skólar greiða ekki lækn-
ishjálp handa nemendum, en sums staðar, einkum í kaup-
stöðum, veitir skólinn þeim ýmiss konar aðra hjálp. Ljósböð
hófust í Reykjavík árið 1933, og eru þau nú í öllum bama-
skólum borgarinnar og í mörgum skólum annars staðar á
landinu. Margir efast þó um gagnið að þeim, og í Finnlandi
hefir þeim verið hætt. Sums staðar er börnum gefið lýsi í
skólum, mjólk eða annar matur, en matgjafir á borð við það,
sem tíðkast í erlendum skólum, hafa aldrei komizt á hér á
landi. Gegnir og öðru máli í bæjum hér en í erlendum stór-
borgum, þar sem vegalengdir geta verið miklar og þriðjungur
og sums staðar helmingur mæðra vinnur utan heimilis. I
Reykjavík eiga börn með hryggskekkju kost á sérstökum æf-
ingum, en ekki mun þeirra kostur annars staðar á landinu,
enda skortir til þess sérmenntaða menn.
Eftirlit með svefntíma, mataræði og klæðnaði getur vita-
skuld aldrei verið fólgið í öðru en ráðleggingum og fræðslu,
og árangur er kominn undir foreldrum bamanna.
Um vinnutíma í skólum mun óvíða hafa verið leitað álits
lækna að fyrra bragði, og ekki er mér kunnugt um, að það
hafi nokkru sinni verið gert hér á landi. Vikulegur tímafjöldi
er yfirleitt ákveðinn í lögum eða reglugerðum án alls sam-
ráðs við lækna. En tímafjöldi á námsskrá gefur litla hug-
mynd um raunverulegan vinnutíma nemenda. Kennurum er
í sjálfsvald sett, hve mikillar heimavinnu þeir krefjast, og
fæstir þeirra munu gera sér mikla grein fyrir því, hve langan
tíma nemendur þurfa til að leysa heimaverkefni sín, enda er
hann mjög mislangur. Þar sem fagkennarar kenna, má kalla,
að hver keppist við annan um að „setja fyrir“, án alls sam-