Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 259
Skímir
Ritfregnir
257
opnast á nýjan hátt auðlind í hafinu við strendur landsins." (Bls. 99).
í kaflanum um árferði (bls. 196—199) sýnir hann með dæmum úr heim-
ildunum, að þessi niðurstaða hans er i öllum aðalatriðum rétt. Skatt-
bændatalið 1311 virðist engin sönnun um fólksfækkun miðað við tölu
þingfararkaupsbænda 1095, eins og höfundur rökstyður nægjanlega.
Hér er ekki rúm til að ræða þetta efni nánar. Bók Bjöms fær lesand-
anum margt til umhugsunar. Höfundurinn sér „vítt ok of vítt“ um lend-
ur sögunnar og margt í nýju ljósi. Hann styðst við haldgóða þekkingu,
sem hann kann vel að miðla öðrum. Víða verður hann að smíða úr sund-
urlausum brotum annála og fombréfa, en sjaldan bregzt honum hagleik-
ur. Björn á og því láni að fagna, að hann er mestur rithöfundur sagn-
fræðinga vorra, stíll hans myndríkur og fjörugur. tslenzka skattlandið er
skemmtileg bók aflestrar þrátt fyrir fræðimannlegt aðhald höfundarins.
Að lokum þykir mér rétt að leiðrétta nokkrar villur, sem ég hefi rek-
izt á í bókinni. Undir mörgum myndum, svo og í eftirmála, er vitnað í
rit, sem nefnt er Olavus Magnus: De populis (et Rebus Septentrionalibus,
Róm 1555). Svo illa hefir tekizt til, að í titli þessum rekur hver villan
aðra. Höfundurinn hét Olaus Magnus, en ritið Historia de Gentibus Sep-
tentrionalibus. Á bls. 10 í 11. línu stendur: „en allir áttu að strita“ o. s. frv.,
mun eiga að vera: en dSrir áttu að strita. Á bls. 85 stendur í 9.1. að neðan:
„kvæðum og rúnum'% en á að vera: kvæðum og rímum (Húsagatilsk,p-
unin, Lovsaml. for Island II, 609). 1 fyrstu vísunni, sem höfundur til-
færir úr Sörlarimum á bls. 90, stendur: „slægir með dans og kvæði“. Hið
einkennda orð les Jón Þorkelsson „skagir“ (Digtningen o. s. frv.), en Finn-
ur Jónsson „skogir“ (Rímnasafn). Orðið er sýnilega afbakað í handrit-
inu. Ætli þetta eigi ekki að vera slagir, sbr. að slá vísu, hörpusláttur og
því um lík orð? Á bls. 135 hefir í 10. 1. að neðan misprentazt mér í stað-
inn fyrir vér; á 152. bls. stendur í 5. 1. að neðan Benediktínaregla, en á
að vera Ágústínustarregla; á 173. bls., þar sem Jón skráveifa er nefndur
fyrst, hefir föðurnafn hans misprentazt GuSmundsson fyrir Guttormsson.
Á bls. 193 í 9. línu stendur tekur í stað telur, og á bls. 205 hefir mis-
prentazt dánarár Björns Jórsalafara, 1315 í staðinn fyrir 1415.
Ég þyl nú ekki lengur, en þakka höfundi bókina og bíð nú með óþreyju
síðara hlutans.
GuSni Jónsson.
Einar Ólafur Sveinsson: ViS uppspretturnar. Helgafell, Reykjavík
1956.
Prófessor Einar Ólafur Sveinsson er bæði mikill visindamaður og skáld.
Það sannar bókin Við uppspretturnar, svo að ekki er um að villast. Um
visindamanninn er raunar öllum kunnugt, ef til vill þekkja færri skáldið.
Ég leyfi mér þvi að tilfæra hér upphafið að ritgerð um kveðskap Jónasar
Hallgrímssonar:
17