Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 74
Skimir
72 Ivar Orgland
árs gamall, Nordraak 22 ára. Þeir dáðu hvor annan og tón-
verk hvor annars.
Undir áhrifum frá Nordraak fann Edvard Grieg sjálfan sig,
af þessum áhrifum vaknaði ást hans til föðurlandsins, og vegna
Rikards Nordraaks opnaðist hugur og hjarta hans fyrir hinni
stórbrotnu, þunglyndislegu náttúru Vestur-Noregs. — Stuttu
siðar vann Grieg úrslitasigur sem listamaður. Það var árið
1865, þegar hann samdi húmoreskurnar, píanósónötuna, hina
fyrstu sónötu fyrir fiðlu og hinar tvær rómönsur Hauststorm-
inn og Siglinguna. —■ Tónlist Griegs má oft og tiðum líkja
við dansandi fjallalæk. Ung dirfska og stolt sigurvissa setja
svip sinn á tónkennd hans. Aðaleinkenni formsins er tilbreyt-
ingin; allt i einu skiptast á dúr og moll, hægur straumur og
mikill hraði, einmitt þar sem þetta kemur mönnum mest á
óvart. Stillinn er litskrúðugur og myndauðugur, einstaklega
tilbreytilegur og blæbrigðaríkur, og þó ekki sundurlaus. Allt
er ein heild, þó að heildin sé rík af andstæðum öflum. —
Einmitt slík er náttúra Noregs, ekki sízt náttúra Vestur-Nor-
egs, lands hinna tignarlegu jökla, fjalla og fjarða, en líka
lands hinnar yndislegu sumarblíðu, lands gróðurs milli fjalls
og fjöru, í angan blómstrandi eplatrjánna. 1 slíkum heima-
högum var hin alþýðlega tónlist Noregs sprottin; í slíku um-
hverfi höfðu algjörlega ómenntaðir tónsnillingar lengi leikið
á Harðangursfiðluna, á þetta áttstrengda norska þjóðarhljóð-
færi, þar sem fjórir strengirnir aðeins eru undirstrengir, nakt-
ar taugar, sem hljóma með i hinum tryllta leik, eins og dýpstu
tilfinningar hins mannlega huga andvarpi undir rás hins ytra,
volduga lífs. — Þessir menn þekktu engar nótur. Tónverkin
lærðu þeir hver af öðrum; og þessar frumlegu tónsmíðar,
þessir norsku tröllaslagir, brúðarmarsar, haddingjadansar,
stökkdansar og göngulög, eru fyrst skráðar á vorum dögum.
En Edvard Grieg benti á þessa dýrgripi alþýðlegrar listar,
þessa gimsteina straums og fjalla, sem fiðluleikaramir
ómenntuðu sögðust hafa numið af nykrinum eða frekar
„Fossegrimen“, einhverri fossvætt, sem kenndi þeim að spila
á afskekktum stöðum fjallasalanna eða skógarlundanna, helzt
á fimmtudagskvöldum, og með þvi skilyrði, að kennaranum