Skírnir - 01.01.1957, Side 168
166
Sigfús H. Andrésson
Skirnir
unni gegn þeim. Allar samtíma heimildir benda til þess, að
Þorleifur Kortsson hafi yerið mjög guðrækinn maður, en vit-
anlega verður jafnframt að hafa það í huga, að guðrækni
var þá í tízku.
Þegar frá eru talin galdramálin, fara litlar sögur af emb-
ættisferli Þorleifs. I alþingisbókum er hans lítið getið nema
í sambandi við hin venjulegu skyldustörf í lögréttu. Miklir
annmarkar voru oft á því, að sýslumenn og lögréttumenn
sæktu alþingi, eins og þeim bar skylda til, einkum af Norð-
urlandi og Vestfjörðum. Á þessu reyndi Þorleifur að ráða
bót með því að gangast fyrir, að ítrekuð var á alþingi 1678
eldri samþykkt um sektir lögréttumanna og embættismissi
sýslumanna, sem bvorki kæmu til þings né sendu þangað
greinargerð um lögleg forföll. Árangurinn hefir þó tæplega
orðið stórvægilegri en fyrr og síðar, þegar þessi samþykkt
var ítrekuð.
I Árbókum Espólíns segir við árið 1677: „Á þeim árum lét
Þorleifur lögmaður telja hér landsmenn. Voru 7 þúsund býli,
en fólk litið yfir 50 þúsundir, og vitu menn eigi fyrr hafa
talið verið“1B). Ef hér er rétt hermt, má það furðulegt heita,
að samtíma heimildir geta ekkert um þennan merkis-atburð,
og eru því miklar líkur til, að hér sé málum eitthvað blandað.
Rétt er og að minnast þess, að slikt manntal hefði varla ver-
ið gert nema eftir fyrirmælum konungs, en hins vegar nær
óhugsandi, að lögmenn hefðu átt frumkvæði að því.
Þorleifur kom ekki til alþingis sumarið 1679, en sendi
þangað bréf, líklega með Jóni syni sínum, þess efnis, „að
hann ei framar megnaði eður til treystist því virðulega, þó
þunga lögmannsembætti norðan og vestan á Islandi þéna,
sökum aðskiljanlegra orsaka og aldurdómsins aðþrengjandi
forfalla“20). Þegar eftirmaðru- hans hafði verið kosinn, gáfu
þeir Þórður biskup Þorláksson, lögmenn báðir og umboðs-
maður Kleins fógeta, Ólafur Klou, Þorleifi mjög lofsamlegan
vitnisburð um sýslumanns- og lögmannsstörf hans. Er þar
lögð sérstök áherzla á það, hve vel og samvizkusamlega „sá
virðulegi, velnefndi herra Þorleifur Kortsson11, hafi rækt þau,
og hafi hann þó, að sögn kunnugra, „í sínu þunga og stór-