Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 108
106 Arnheiður Sigurðardóttir Skírnir
1 Orðskviðaklasa Jóns Hálfdanarsonar er svohljóðandi máls-
háttur:
Betra er Illt enn ecke par. Lbs. 1999, 8vo (J.H. Orðs-
kv.kl. 153. v.).
Ekki finnst mér fjarri að ætla, að málshátturinn betra er
blátt en ekki hafi verið notaður í svipaðri merkingu og hér
kemur fram, þótt frummerkingin kunni að vera sú, sem H.F.
telur. Heimild Schevings mun vera Adagiologicon Islandicum.
F
Fellur fótlaus bykli.1) Scheving I, 22.
Málsháttur þessi mun kominn frá Lále. Þar er hann svo-
hljóðandi:
Ee faller aff fatte loss byrdhe. Med. 1,113 (D.).
Hann er einnig í hinu sænska safni:
æ fallir aff fatalos býrdh. Med. I, 171 (S.).
Af þessum málshætti eru tvær gerðir í íslenzkum máls-
háttasöfnum. Elzta heimild, sem ég hef séð um þá gerð, sem
Scheving hefur, er safn Magnúsar prúða. Þar er hann þannig:
Alltíd fellr fótlaus byrde. JS. 391, 8vo, 6 (M.).
Sömu gerð málsháttarins og hér kemur fram er að finna
hjá G.O.2), enn fremur í Lbs. 1261, 8vo (báðum söfnunum)
og hjá Guðm. Jónss.3) og F.J.4) G.O. hefur málsháttinn einn-
ig í sömu mynd og hann stendur hjá Scheving:
Fellur Fótlaus Byrde. G.O. Thes. 53.
Ekki verður séð, hvaða skilning menn hafa lagt í orðmynd-
ina fótlaus. Um þessa gerð málsháttarins ræðir Kock í grein
sinni Emendationer och ordförklaringar till „Gamla ordsprák“
och andra fornsvenska skrifter5). Hyggur hann fótlaus af-
bökun úr fatlaus (sbr. fatte loss hjá Lále) og vitnar til orðs-
ins fat hjá B.H., er B.H. þýðir „vinculum, Baand“ (sbr. „At
fá fat á, vincire, vinculis induere, binde fast°))“. Einnig
1) Prentvilla fyrir byr'ði, sbr. Scheving II, bls. 40.
2) G.O. Thes., bls. 17.
3) bls.33.
4) Málsh., bls. 25.
5) Sjó Arkiv II, bls. 99-100.
6) B.H. I, bls. 199.