Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 268
266
Ritfregnir
Skirnir
Vor mikli nökkvi siglir blásandi byr
um bládjúp himins og klýfur stjömusæinn.
Hvert skal halda? hverflyndur maður spyr.
Hver verða örlög manna síðasta daginn?
Á steinrunnum þiljum er starað, hugsað og spáð,
en stefnunni breyta engin mannleg ráð.
Heimskinginn varpar vonum sinum á glæinn,
en vitur maður treystir á drottins náð.
Eg hef lesið þetta kvæði fyrir aldurhnigna konu, sem háð hefur baráttu
langa ævi í hetjulegu húsmóðurhlutverki, en átt við þunga vanheilsu að
stríða á síðari árum. Henni þótti sem kvæði þetta væri ort frá sinu hjarta.
Rauða rönd kvæðisins um HúsmöSurina er fyrirheit meistarans frá Naz-
aret um laun á himnum fyrir dygga þjónustu. Þar er konunni sunginn
hinn fegursti hróður, og er þó örðugt að kveða við nýjan tón um það efni,
sem svo margt ágætt hefur verið ort um. En hvenær hefur húsmóður-
hlutverkinu verið fagurlegar lýst en í þessu kvæði:
Er dimmum skugga yfir byggðir brá,
sló bjarma út um alla hennar glugga.
Þá bar hún hæst, er byljir skullu á,
og brauzt gegn þeim, sem væri hríðarmugga.
Með fórn og elsku vann hún vegsemd þá,
er veitist þeim, sem gefa líf og hugga.
Hún fann, hvað þegn og þjóðir mestu varðar,
var þerna guðs, en dóttir sinnar jarðar.
Af trúar- og heimspekikvæðum bókarinnar skulu aðeins tvö nefnd til
viðbótar: Hugvekja og Hví fagnar enginn? 1 báðum þeim kvæðum víkur
skáldið að gildi trúartrausts og lotningar fyrir sálir mannanna, þýðingu
þess, að horft sé hátt og imyndunaraflinu gefinn byr undir vængi.
Sum fegurstu ljóðin eru persónuleg tjáning, þrungin þeirri einlægni og
drengskap, sem eru aðalsmerki skáldsins. Rezt njóta þessi ljóð sín — eins
og raunar öll verk Davíðs — ef hann flytur þau sjálfur. Mun t. d. öllum,
sem heyrðu hann lesa SegiS þaS móSur minni — vera sú stund ógleym-
anleg. Ljóðin Sorg, Eldskírn og FöSurtún eru af svipuðum toga spunnin.
öll bera þau blæ beztu einkenna skáldsins, eru gædd ljóðrænni fegurð og
þrungin ósviknum trega með heitri, óbilandi ást á því, sem hann hefur
tekið tryggð við, hvort heldur það eru æskustöðvamar, sem hann á svo
sterkar rætur í, eða mennirnir, sem honum eru þó enn þá kærari. Hvergi
kemur þetta hvort tveggja, átthagaástin og kærleikurinn til fólksins, skýr-
ar fram í fám orðum en 1 Gunnarshólma:
Þó storki mér örlög stór og hörð,
þá stöðva ég fákinn ólma.
Fögur er hlíðin, fósturjörð,
en fegurst úr Gunnarshólma.