Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 194
192
Benedikt Tómasson
Skírnir
jafnan látið getið, hvert sé minnsta og mesta loftrými á barn
í hverri tegund skólahúsnæðis, en þeim tölum er sleppt hér.
Til þess að gefa hugmynd um þetta skal því vitnað í skýrslu
fyrir 1953: „Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en
það virðist vera mjög mismunandi: f hinum almennu skóla-
húsum er loftrými minnst 1,6 m3 og mest 7,2 m3 á barn, en
jafnar sig upp með 3,6 m3. I heimavistarskólum 2,7—17,4 m3,
meðaltal 5,9 m3. f hinum sérstöku kennsluherbergjum í íbúð-
arhúsum 2,4—10,2m3, meðaltal 4,6 m3. í íbúðarherbergjum
2,4—7,1 m3, meðaltal 3,8 m3, sem heimilisfólkið notar jafn-
framt. í hinum sérstöku skólahúsum, þar sem loftrýmið er
minnst, er það oft drýgt með því að kenna börnunum til
skiptis í stofunum.“ Hlutfallstalan um vatnssalerni gefur vafa-
laust nokkra vísbendingu um skilyrði til þess að fylgja fram
almennum kröfum um hreinlæti, en um margt það, er við
kemur aðbúð barnanna, vantar upplýsingar. Má þar sérstak-
lega nefna Ijósmagn, en vísast mun víða skorta mikið á, að
fullnægt sé kröfum, sem um það eru gerðar í erlendum skól-
um.
IV.
Upphaflega var megintilgangur skólaeftirlitsins að koma í
veg fyrir, að skólarnir yrðu klakstöð fyrir smitsjúkdóma, sér-
staklega þó berklaveiki. Síðan eftirlitið hófst, hefir mikið
áunnizt í baráttunni við þessa sjúkdóma, og sumir hafa ver-
ið upprættir að kalla, t. d. taugaveiki og barnaveiki. Kemur
þar margt til greina, svo sem stóraukinn almennur þrifnaður,
betri lífskjör og ónæmisaðgerðir. Eftir sem áður er þó barátta
við smitsjúkdóma einn aðalþáttur heilbrigðiseftirlits, og á
þeirri starfsemi má ekki verða lát.
Berklaveiki. Þegar skólaeftirlit hófst, var berklaveiki tekin
að færast ískyggilega í vöxt í landinu. Árið 1911 byrjar full-
komin skráning dánarmeina, en það ár dóu úr berklaveiki
114 manns, eða 1,3%0 allra landsmanna. Þó að dálitlar sveifl-
ur yrðu á manndauða af völdum veikinnar næstu tvo ára-
tugi, fer dánartalan hækkandi fram til 1930, en það ár dóu