Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 272
270
Ritfregnir
Skírnir
sál skáldsins. Formtilraunir báru fagran ávöxt, t. d. í ljóðinu Vor, þar sem
endarími var sleppt, en rímorðin höfð framar í hendingunum. Fastasta
jörð undir fótum og um leið mest svigrúm til flugs hafði skáldið heima í
átthögunum: SöknuSur, Að Rjúpnafelli, Minning, enda var þar slegið á
viðkvæmasta strengi.
í Heimhvörfum sameinar Þorsteinn Valdimarsson bezt, enn sem komið
er, þá höfuðþætti, sem að var vikið: sveimhuga útþrár, rótfestu og tryggð
við upphaf sitt og ábyrgðarkennd gagnvart vandamálum samtíðarinnar,
enda tekur hann nú stærri viðfangsefni til meðferðar en áður og ræður
betur við þau. Verður þetta greinilegast, þegar borin eru saman kvæði
svipaðs efnis, t. d. Herör og Sú tíS er nær (til Jóhannesar úr Kötlum) í
Hrafnamálum og Júníregn og Afmœliskveðju til Benedikts Gíslasonar, ein-
hver veigamestu kvæði Heimhvarfa, þar sem viðkvæm efni samtímans eru
tekin til meðferðar af dirfsku og hagleik. Síðasta vísa Afmæliskveðjunnar
er á þessa leið:
Les, forni vinur,
þulu þá og gleym
á þessum degi, —
ég vildi ei kveða við svo sáran hreim,
en aðeins heilsa einum gnúpi þeim
á aldar vegi,
er benda mætti oss í horfið heim.
Lausnarorð þessarar bókar, ef svo mætti segja, eru einkum þrjú: heim,
frelsi og friður Þau eru eins konar viðlög í ljóðunum, sums staðar jafn-
vel bæði uppistaða þeirra og ívaf. Sjá, auk Júníregrts og Afmæliskveðju,
t. d. Sumarkvöld á heiSi, 1 val og Horf, öll þrungin trega yfir glötuðum
verðmætum og geig við ógnir, sem að steðja eða yfir vofa. Mér þykir ein
höfuðprýði bókarinnar, hve vel skáldinu tekst víða að sameina þessi hug-
tök. Stundum verða þjóðleg og trúarleg verðmæti mestu ráðandi eins og í
ljóðaflokknum AS Skálholti 1956. Þar er þessi ágæta vísa:
Veit ei veðra,
veit ei átta
barn, utan heiman hafi,
þjóð utan viti
sín vé að rækja
og hafi sýn af sól.
Endranær virðist þetta viðhorf takmarkaðra, bundið átthögunum einum,
svo sem í I dvergaleiSi og Brúðfylgjum. Sé nánar að gáð, kemur þó í ljós,
að sjónarsviðið er víðara: landið gervallt og þjóðlífið fyrr og nú, jafnvel
heimsbyggðin öll. En gæfa skáldsins er fyrst og fremst fólgin í ást og
virðingu á þeim jarðvegi, sem hann er sprottinn úr, trúmennsku við upp-
runa sinn og erfðir. Þorsteinn er borinn og barnfæddur í Vopnafirði, son-
ur hjónanna Guðfinnu Þorsteinsdóttur (Erlu skáldkonu) og Valdimars Jó-
hannessonar, sem lengst bjuggu ó Teigi. Helgar Þorsteinn minningu föð-