Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 145
Skírnir
Játmundar saga hins helga
143
Austur-Anglíu á því ári, sem Elfráður var tuttugu og eins
árs gamall, sá sem síðar var ágætur konungur yfir Wessex.4)
Nú var Elfráður fædclur árið 849, og kemur það heim við
tímasetningu annála og annarra heimilda, að Ivarr liafi látið
drepa Játmund árið 870. Fræðimenn hafa sumir haldið því
fram, að Ari hafi átt við rit Abbos, þegar hann nefnir sögu
Játmundar.5) Þó hafa þeir réttilega bent á, að Abbo hefur
láðst að tímasetja dauða Játmundar, en Ari vísar einmitt til
Játmundar sögu til að staðfesta tímatal í sögu Islendinga. Því
hefur þess verið getið til, að dánarárs Játmundar hafi verið
minnzt í glataðri gerð af riti Abbos, þótt engin sannfærandi
rök hafi verið færð fyrir þeirri tilgátu. Ælfric hefur auðsæi-
lega skotið tímasetningunni inn eftir enskum ritum, en vafa-
samt er, að hún hafi komizt inn í neina latneska gerð pín-
ingarsögunnar.
Á síðustu árum 11. aldar var samið annað rit um Játmund
helga. Það heitir De Miraculis Sancti Eadmundi og er eftir
enska munkinn og erkidjáknann Hermannus.6) Talið er, að
hann hafi lokið því um 1098. Ritið er til í handriti, sem gizk-
að hefur verið á, að hafi verið skrifað um 1100 og sé eigin-
handarrit.7) Eins og nafnið bendir til, fjallar ritið um jar-
teiknagerðir Játmundar. Þess má geta hér, að höfundur getur
dánarárs Játmundar, og er rit Abbos því hið eina þessara
þriggja rita, sem hefur ekki gert það. Úr riti þessu um jar-
teiknagerðir Játmundar hefur ein sögn slæðzt inn í íslenzkar
bókmenntir, og verður síðar gerð grein fyrir henni.
Um Játmund voru síðan samin mörg rit, sem enn eru til,
en hér verða ekki fleiri talin, enda mun Ari ekki hafa getað
þekkt önnur rit um Játmund tímans vegna. Þó verður alltaf
að gera ráð fyrir glötuðum ritum, enda er sennilegt, að fleira
hafi verið um hann ritað á enska tungu en þýðing Ælfrics.
Þau rit, sem hér hafa verið nefnd, Passio eftir Ahbo, þýð-
ing Ælfrics og jarteiknaritið eftir Plermannus, geta naumast
verið sú Játmundar saga, sem Ari vísar til. Ber það fyrst til,
að ekkert þessara rita verður með neinum sanni kallað „saga
Játmundar“. 1 öðru lagi má gera ráð fyrir þvi, að Ari hefði
nefnt latnesku ritin tvö nákvæmari heitum. Ósennilegt er,