Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 28
26
Einar Haugen
Skirnir
jámbentri steinsteypu í stað trébrúa, eða með öðrum orðum,
að tungumálakennslan hefir færzt úr því að miðast eingöngu
við leskunnáttu í það, að stefnt yrði að tal- og leskunnáttu
í senn.
Þegar nýmálin voru fyrst tekin upp sem kennslugreinar í
skólum, var naumast við öðm að búast en kennsluaðferðir
væm sniðnar eftir því, er tíðkazt hafði frá alda öðli við lat-
inukennslu. Úr því að latína var ekki lengur talað mál, gat
ekki verið um annað markmið að ræða hjá velflestum en að
öðlast leskunnáttu.1) Auk þess bættist við sú andlega þjálfun,
sem talið var, að næðist með utanbókarlærdómi beygingar-
dæma og greiningu latneskra setninga. Þess vegna var mál-
fræði kennd sem takmark í sjálfu sér, enda oft borin á borð
fyrir nemandann, áður en hann fékk að sjá nokkurt lesefni
á málinu. Ekkert var skeytt um framburð umfram það, sem
þurfti til að þekkja málmyndirnar á prenti. 1 nýmálunum
varð þetta til þess, að nemendur komu út úr skólunum ófærir
um að geta látið hugsanir sínar í ljós og með framburð, sem
gerði þeim allsendis ókleift að ræða við þá, er málin áttu að
móðurmáli.
Málvísindamenn voru fremstir í flokki í breytingu þeirri,
er varð til þess að gjörbreyta þessum kennsluaðferðum í Ev-
rópu og Ameríku. Eitt þeirra verka, sem mörkuðu tímamót
í samband við hina svokölluðu „nýju“ eða „bættu" aðferð í
Evrópu, var smá-hugvekja í bæklingsformi, er kom út 1882,
eftir þýzka hljóðfræðinginn Wilhelm Vietor og hét Der
Sprachunterricht muss umkehren.2) Vietor skrifaði með ís-
kaldri fyrirlitningu um hinn „hroðalega“ (grauenvoll) fram-
burð á erlendum málum, sem kenndur væri i skólunum, um
hve fráleitt það væri að leggja fyrir nemendur flóknar mál-
fræðireglur til utanbókarlærdóms og að láta orðalista og setn-
ingar slitnar úr samhengi koma í stað lifandi texta. Fræg-
!) Á miðöldum var latína kennd sem lifandi mál og samtalsaðferðin
mikið notuð.
2) Rit þetta birtist undir dulnefninu Quousque Tandem; siðar ræddi
hann þessi mál af minni hita í riti sínu Die Methodik des neusprach-
lichen Unterrichts (Leipzig, 1902).