Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 71
Skírnir
Edvard Grieg
69
því Ole Bull var risi, bæði til sálar og líkama. Og þegar þessi
alnorski kappi í heimsókn hjá foreldrum Griegs gekk beint að
Edvard, þrýsti hendur hans og sagði á sinn einkennilega hátt:
„Þú skalt til Leipzig og verða listamaður“, lauk þar með öll-
um umræðum. Foreldrarnir samþykktu; og Edvard Grieg
hefur seinna sjálfur játað það, að hann hafi gjörsamlega ver-
ið á valdi ævintýrsins. —
Grieg dvaldist í Leipzig frá 1858 til 1862. Hann hlaut góða
og vandaða hljómlistarfræðslu í þessari heimsfrægu hljóm-
listarborg. Það, sem tónlistarskólinn veitti honum, var klass-
ísk menntun í tónlistinni. En Grieg fannst, að hann væri í
andlegum fjötrum vegna þeirra ströngu stílæfinga, sem skól-
inn heimtaði. Allt viðhorf Griegs til lífs og listar var greini-
lega lýriskt rómantískt.
1 Leipzig kynntist Grieg enn fremur annarri hljómlistar-
skoðun, öðru tónlistarlegu tjáningarformi en hinu strang-
klassíska. Fulltrúar rómantísku stefnunnar, Schumann, Men-
delssohn og Chopin, voru einmitt byrjaðir að töfra þýzku þjóð-
ina með tónum sínum. Auður sönglaganna, frjósemi sam-
hljómanna og hið hnitmiðaða form þessara meistara verkaði
allt heillandi á Edvard Grieg. Það var eldmóður hans fyrir
hinum rómantísku hugsjónum, sem fyrst bar ávöxt. Róman-
tísku tónskáldin þýzku mótuðu list hans um langt skeið, -—•
og þegar um formið er að ræða, um alla hans ævi. Meðan
Grieg dvaldist í Þýzkalandi, kynntist hann líka snilld Rich-
ards Wagners. Grieg segir sjálfur frá því, að tónlistardrama
Wagners, „Tannhauser“, hafi hrifið sig svo mikið, að hann
hafi hlustað á það fjórtán sinnum í röð.
Grieg hóf starfsferil sinn sem tónskáld með að gefa út
nokkur píanólög og fáeina söngva. Eldmóður og hrifning hins
unga gáfumanns kemur hér viða í ljós. Greina má líka í þess-
um söngvum áhrif frá Schubert, manninum með hið takmarka-
lausa þunglyndi, stærsta söngtónskáldi allra alda.
Edvard Grieg kom fyrst opinberlega fram sem listamaður
í Björgvin 1862. Hann hélt píanóhljómleika, þar sem hann
að nokkru leyti lék eigin, frumsamin tónverk. Hljómleika
þessara var beðið með mikilli eftirvæntingu; og þeir urðu