Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 39
Skirnir
Tungumálakennsla í Bandaríkjunum
37
lítt kunnum málum og aðferðum þeim, sem þeir kunnu til
að rannsaka til hlítar, hvaða tungumál sem skyldi. Án þessa
hefði verið ógerningur að skapa þann efnivið, er til kennsl-
unnar þurfti.
En fyrst málvísindamönnum kom í höfuðatriðum saman
um aðferðir til málanáms, hvað olli því þá, að hugmyndir
þeirra virðast vera jafnnýstárlegar og koma jafnóvænt árið
1942 eins og 1882? Hvers vegna var hin ,,nýja“ aðferð Jesper-
sens enn hin „nýja“ aðferð Bloomfields og, á sínum tíma,
hersins? 1 Evrópu hafði þessum aðferðum raunar verið beitt,
en í Ameríku ekki nema á stöku stað. Hvernig gat slíkt átt
sér stað? Fyrst og fremst vegna þess, að fræðslukerfi Ameríku
leyfði ekki, að svo væri. Slíkt fræðslufyrirkomulag hlaut að
vera bein afleiðing þess, að ameriska þjóðin eða leiðtogar
hennar álitu ekki málakunnáttu eftirsóknarverða mönnum til
atgjörvis, hvað svo sem um það kann að hafa verið látið í
veðri vaka. Málanámskeið þessi voru því ekki merkileg fyrir
þær sakir, að fram kæmu þar nýjar aðferðir, heldur miklu
fremur vegna þess, að málvísindamönnum gafst þama í fyrsta
sinn kostur á að beita í reynd þeim grundvallarreglum, sem
viðurkenndar höfðu verið af öllum dómbærum fræðimönnum
um meir en hálfrar aldar skeið.
Hvort sem aðferðir þessar eiga eftir að reynast nothæfar
við háskólakennslu eða ekki, þá standa tilvonandi nemendur
í erlendum tungumálum nú betur að vígi en nokkru sinni
áður í sögu okkar. Þeim eru tiltækar kennslubækur og hljóm-
plötur í einum 22 málum, er gerðar hafa verið undir umsjón
beztu málvísindamanna vestan hafs. Þeir eiga kost á að sækja
námskeið í þeim í mörgum helztu háskólunum. Á hverju
sumri eru haldin mnfangsmikil námskeið til að þjálfa málvís-
indamenn. Sumarið 1955 héldu háskólarnir í Chicago, Michi-
gan og Georgetown námskeið í málvísindum á vegum Amer-
íska málvísindafélagsins, og þar fór fram kennsla í fjöldanum
öllum af óvenjulegum tungumálum, og auk þess voru haldin
fræðileg námskeið í greinum, sem virðast kunna harla nýstár-
legar, svo sem hljóðungafræði (phonemics), beygingafræði
(morphology) og málrannsóknartækni úti á meðal fólks