Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 102
Skírnir
100 Arnheiður Sigurðardóttir
eftir Scheving, en ekki í öSrum málsháttasöfnum, sem ég hef
athugað.
Hvorki orðið barrnsparaSur né sögn, sem það kynni að vera
leitt af, koma fyrir í fornmáli, hjá B.H. eða í Ob. En Bl. til-
greinir það og þýðir svo: „egl. randsparet, o: ikke fyldt til
Banden“. Málsháttinn þýðir hann „det er hedre at fylde Gry-
den til Maade, end at skrabe Bunden“. Mér virðist þó fleira
gæti komið hér til álita. Er t. d. víst, að hér sé átt við pott?
Skýring Bl. á orðinu barmsparaSur, þ. e. „ikke fyldt til Ban-
den“, hygg ég sé röng. Mér virðist miklu sennilegra, að sögn-
in spara sé hér í sinni venjulegu merkingu og spara viS barm-
inn merki „spara frá byrjun, vera forsjáll“.
Sögnin skafa (sbr. botnskafið) var oft notuð um feitmeti,
ekki sízt smjör, er algengt var að geyma í tunnum og kvart-
ilum, sbr. eftirfarandi dæmi (tekið úr Bl.):
. . . skóf smér úr hálftunnu og lagði sköfuna á disk.
Þ.G. Uf. 32-33.
Orðið skafa (no.) mun einnig stundum hafa verið notað í
merkingunni „smjör“. Bl. tilgreinir þetta dæmi:
. . . og nýtt er það, Indriði minn, að eiga enga sköfu
undan sumri. J.Th. Sk. I, 182.
Smjör var verðmæt afurð og ein af aðalfæðutegundum
manna hér áður fyrr. Mun það hafa þótt óforsjálni á heim-
ilum, ef þau urðu uppiskroppa af þeirri fæðutegund. Það orð
er algengt í málsháttum. Sem dæmi má nefna margur er
smjörs voSinn.
Mér virðist ekki liggja fjarri að ætla, að þessi málsháttur
eigi einmitt við smjör og þau ílát, sem siður var að geyma það
í. Hvort sem sú tilgáta fær staðizt eða ekki, hygg ég hann
merkja: „Það er betra að spara við barminn (í tunnunni) en
skafa botninn“, eða m. ö. o. „betra er að spara frá upphafi en
lenda í þrot“. Til samanburðar má nefna eftirfarandi málshátt:
Seint er ad spara þá bilur á Botne. G.O. Thes. 136.
(B.H. tilgreinir hann einnig, en þar stendur í í stað á).
Málshátturinn betra er barmsparáS en bolnskafiS er án efa
íslenzkur, sennilega tekinn úr daglegu máli. Ekki þætti mér
ólíklegt, að hann væri skyldur betra er að hafa á skafinu