Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 158
156
Sigfús H. Andrésson
Skímir
venjulega að hafa lögsagnara í annarri. Afleiðingin af þessu
sem og því, að sýslumannsembættin voru ekki veitt ævilangt,
varð, að erfitt var að gera sýslumönnum það að skyldu að
vera búsettir í sýslum sínum, svo að löggæzlan hlaut að verða
í enn þá meiri molum en ella hefði þurft að vera5).
Auk sýslupartanna hafði Þorleifur umboð nokkurra kon-
ungsjarða í ísafjarðar- og Strandasýslum ásamt fyrrnefndum
mönnum, sem höfðu sýslur þessar á móti honum. Mun hann
lengst hafa haldið umboði Strandajarða, en mestu máli skipt-
ir það þó, að árið 1663 varð hann klausturhaldari á Þingeyr-
um og flutti þá þangað.
Þegar klausturlifnaður var afnuminn á Islandi með sið-
skiptunum, sló konungur eign sinni á allar jarðeignir og allan
kvikfénað klaustranna og veitti veraldlegum höfðingjum þess-
ar eignir að léni gegn ákveðnu árgjaldi. Þær tekjur af klaust-
urseignunum, sem voru fram yfir afgjaldið og annan kostn-
að, fékk svo klausturhaldarinn, og hlaut það því að vera hon-
um kappsmál að notfæra sér sem bezt allar tekjulindir þeirra.
Þingeyraklaustri fylgdu um 60 leigujarðir víðs vegar um
Húnavatnssýslu, og þeirra á meðal voru margar beztu bú-
jarðir sýslunnar. Hverri leigujörð fylgdu svo allmörg leigu-
kúgildi, og er þar átt við kýr eða jafngildi þeirra í sauðfé, sem
leiguliðar urðu á þessum tímum að taka á leigu með jörð-
unum. Auk þess voru ýmsar kvaðir lagðar á leiguliðana, svo
sem að róa á bátum landeigandans, og einnig var það algeng
kvöð á leiguliðum Þingeyraklausturs, að hjálpa til við reka-
viðarflutninga utan af Vatnsnesi og Skaga inn á Þingeyra-
sand og vöruflutninga úr Höfðakaupstað. Klausturhaldarinn
hefir því haft ærið mörgu að sinna, því að ekki þurfti hann
aðeins að sjá um, að afgjöld jarða og kúgilda væru skilvís-
lega greidd, og ganga eftir alls konar kvöðum, heldur bar
honum einnig að sjá um að leigja lausar jarðir út og fylgjast
með því, að öllum eignum klaustursins væri haldið í sæmi-
legu horfi. Þingeyrajörð sjálfa taldist klausturhaldarinn hafa
án beins afgjalds ásamt 30 kúm og 240 ám, sem fylgdu jörð-
inni, en sjá skyldi hann um að halda við bæði bústofni stað-
arins og húsakosti, þar með talin kirkjan. Sú skylda hvildi