Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 188
186
Benedikt Tómasson
Skírnir
ráðs um það, hvort nokkur líkindi séu til, að nemandanum
endist dagurinn til að ljúka verkinu, ef fyrirmælin eru á ann-
að borð tekin alvarlega. Víst er, að skylduvinnutími nemenda,
a. m. k. í bóklegum framhaldsskólum, er lengri en flestra ann-
arra manna. I áður ívitnaðri grein segir Guðmundur Björn-
son landlæknir: „Þá er það annað, sem við læknar verðum
að veita fulla athygli hér á landi. Ég hefi tuttugu ára reynslu
fyrir mér í því, að börn þola yfirleitt mjög illa langar —
6—7 tíma — skólasetur í skammdeginu, þau verða fjörlaus,
lystarlaus, föl og guggin og ónýt til námsins. Hér í Reykja-
vík verður t. d. jafnan að taka mjög mörg börn úr skóla i
skammdeginu, af því að þau þola ekki þessa miklu áníðslu,
að sitja í skólafangelsi milli myrkra, meðan dagarnir eru
skcmmstir." Sigurjóni Jónssyni héraðslækni farast svo orð
(Skólalækningar, Lh. 1925): „Það liggur í augum uppi, að
það er óráðlegt og óhollt börnum að sitja rígbundin við bók-
ina allt að 8 tíma á dag . . Og í grein sinni Skólaeftirlit
segir Guðmundur Hannesson svo árið 1926: „1 flestum ís-
lenzkum skólum hefir hann (þ. e. vinnutimi nemenda) verið
ótrúlega langur og í menntaskólanum jafnvel 12-—16 klst. á
dag. Þetta nær að sjálfsögðu engri átt ... Átta klst. vinnu-
tími þykir nú mörgum nóg fyrir fullorðna, og sízt má ætla
börnunum meira. Það á ekki við, að þau sitji lengi yfir lestri
eða vinnu, en leikir og tilbreyting er þeirra eðli.“ Vitnisburð-
ur þessara manna er því athyglisverðari sem þeir voru sjálfir
sívinnandi, meðan þeim entist þrek og heilsa. Síðan þetta er
ritað, hefir varla verið slakað á kröfum til nemenda, a. m. k.
ekki ef miðað er við efnismagn kennslubóka þá og nú. En það
er ekki aðeins, að þess sé krafizt, að nemendur vinni lengur
á dag en flestir aðrir þegnar þjóðfélagsins, heldur gerir flest
skólanám mun meiri kröfur til andlegra hæfileika en þorri
þeirra starfa, sem menn vinna síðar á ævi. Þarf t. d. ekki
annað en bera saman þann reikning, sem kenndur er í al-
mennum skólum, og þann, sem þorri manna þarf á að halda
við störf sín, jafnvel þeir, sem eru síreiknandi, svo sem verzl-
unarfólk. Við athuganir erlendis hefir komið í ljós, að helm-
ingur eða jafnvel þrír fjórðu hlutar þeirra barna, sem dæmd