Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 146
144
Hermann Pálsson
Skírnir
að nokkrum myndi detta í hug að kalla Passio sögu, og varla
ætti það fremur við um jarteiknaritið. Þá verður orðalag Ara
einnig sennilegast skýrt á þann veg, að „sagan“ hafi verið á
íslenzku, enda er ekki hægt að benda á nein frambærileg
rök gegn þvi. Að lokum benda ummæli um Játmund í öðrum
íslenzkum fornritum til þess, að til hafi verið rit um hann á
íslenzku, en það er nú glatað. Er ekki fráleitt að ætla, að
það rit hafi verið Játmundar saga, sem Ari vísar til.
III
Auk Islendingabókar geta tvö íslenzk rit um dauða Ját-
mundar hins helga: Þáttur af Ragnars sonum og Allra heil-
agra drápa. Þátturinn er talinn vera ritaður á síðara hluta
13. aldar, og er auðsætt, að Ragnars saga loðbrókar er ein
aðalheimild hans. En í þættinum kemur fyrir atriði, sem er
komið úr ensku riti, eins og sjá má af eftirfarandi kafla:
„Eftir þessa orrostu gerðisk Ivarr konungr yfir þeim hluta
Englands, sem frændr hans höfðu fyrri átt. Hann átti þá tvá
bræðr frilluborna, en annarr hét Yngvarr, en annarr Hústó.
Þeir pínuðu Játmund konung hinn helga eftir boði Ivars, ok
lagði hann síðan undir sik hans ríki.“ I Ragnars sögu loð-
brókar er enginn kafli, sem samsvari þessum. Höfundur þátt-
arins virðist hér hafa steypt saman íslenzkri arfsögn og þátt-
töku Ivars í drápi Játmundar og ritaðri heimild af enskum
uppruna. Þetta verður augljóst, þegar athuguð er meðferð þátt-
arins á nöfnunum Ivarr og Yngvarr. Höfundi hefur ekki skil-
izt, að þeir voru einn og sami maður, en Yngvarr var ein-
ungis enska myndin af nafni Ivars. tJr þessu reynir hann
að bæta með því að gera tvo menn af Yngvari og ívari. Nafn-
myndin Hústó er orðin til við mislestur á ensku myndinni
Hubba eða latnesku myndinni Hubbo, en vitanlega var hér
upphaflega um að ræða norræna nafnið Ubbi. Ubba Loð-
brókarsonar er hvergi annars staðar getið í íslenzkum heim-
ildum, en hins vegar þekkist hann úr mörgum enskum ritum.
Þótt engin tök séu á að vita, hver hin enskættaða heimild
þáttarins var um þá bræður og dráp Játmundar, þá væri