Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 278
276
Ritfregnii
Skírnir
Jörð í festum, einhverri bezt gerðu sögu bókarinnar. Þetta gæti verið tákn-
ræn lýsing á fólksstreyminu frá dreifbýlinu til höfuðborgarinnar. Einka-
dóttir bóndans á Giljum giftist pilti, sem kýs heldur flugvallarvinnu en að
taka við jörðinni, sem beið hans „í festum“. 1 þessari sögu er einhver
eftirminnilegasta mannlýsing í bókinni, þar sem er Jón gamli á Giljum,
hressilegur karl, sem ekki ætlaði sér að horfa aðgerðalaus á, að jörðin
legðist í eyði.
Þótt kostir þessarar fyrstu bókar Jóns Dans séu margir, mætti eflaust
benda á ýmislegt, sem betur mætti fara. Þeim, er þetta ritar, finnst meðal
annars nokkuð á skorta, að samtöl séu nógu hnitmiðuð, en í þeim efnum
má litlu skeika. Endurtekningar í tilsvörum koma viða fyrir. Dæmi:
— Erfið vinna, vænti ég?
— Já, segir hún, vinnan var erfið.
— Það eru blautar engjar í Brokey.
— Já, segir hún og andvarpar, það eru blautar engjar í Brokey.
Að vísu getur farið vel á listarbragði sem þessu, en beita verður því í
hófi sem öðru.
Eins og við er að búast, eru sögurnar tíu ekki allar jafnvel gerðar, en
hinar beztu þeirra sýna glögglega, að höfundurinn er um það bil að ná
föstum tökum á þeirri vandasömu list að rita lífvænlegar smásögur. ís-
lenzkum bókmenntum er fengur að hverjtnn nýjum höfundi, sem tekur
verkefni sin alvarlegum og kunnáttusamlegum tökum.
Gunnar Sveinsson.
Halldór Stefánsson: Sextán sögur. Valið hefur Ölafur Jóh. Sigurðs-
son. Heimskringla, Reykjavík MCMLVI.
Fáir islenzkir smásagnahöfundar hafa hlotið jafneinróma lof fyrir sögur
sínar og Halldór Stefánsson. Þær hafa og vakið athygli erlendis og ýms-
ar verið þýddar á samtals sex tungumál. Alls hafa komið út eftir hann
fjögur sögusöfn, hið fyrsta árið 1930, en auk þess ein skáldsaga.
Bók þessi, Sextán sögur, er úrval úr sögusöfnunum f jórum. Hefur Ólafur
Jóh. Sigurðsson valið sögurnar og ritað mjög greinagóðan formála um höf-
undinn og höfuðeinkenni á verkum hans. Kveðst hann sakna þess, að
hafa ekki getað tekið með ýmsar góðar sögur vegna takmörkunar á stærð
bókarinnar. En það er sannast mála, að sögur Halldórs eru yfirleitt svo
jafnar að gæðum, að öllu meiri vandi mun vera að hafna en velja í safn
sem þetta. Ymsir hafa ímugust á úrvalsritum, finnst þar ýmist vera of
eða van, enda hlýtur það jafnan að verða svo, að margir lesenda hafi
annan bókmenntasmekk en veljandinn. Hér er hins vegar ekki annað sýni-
legt en að valið hafi tekizt með ágætum. Allar eru sögurnar gerðar af
kunnáttu og listfengi og vekja til umhugsunar, hver á sinn hátt.
I formála sínum tekur veljandinn fram, að bókin sé einkum ætluð þeim,
sem lítið eða ekki þekkja til verka Halldórs. Er þess fastlega að vænta,
að hún verði slíkum mönnum hvatning til að kynna sér nánar sögur þessa
snjalla höfundar. Gunnar Sveinsson.