Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 47
Skírnir
Islenzk stafrófskver
45
Þetta í þanka láttu,
þér barn, jafnan vera,
lestur þinn þá með listum
lýðir heyra um síðir,
ótta guðs æ þér settu,
að æva forvaxi gæfan,
allir þá hjarta af öllu
árna góðs slíku barni.
Síðan var efni kversins eftirfarandi: Stafrófið (ýmsar gerð-
ir af gotnesku letri og latneskt letur), Hljóðstafir eða radd-
stafir, Samhljóðandi stafir, Aðgreiningarmerki, Nokkrar ein-
faldar reglur um, hversu sumir bókstafir eigi að lesast í fram-
andi orðum, Islenzk tala (þ. e. arabiskar tölur og skýringar
á þeim ásamt vísunni „Sig mest merkir hinn fyrsti“), Róm-
verskar tölur (ásamt skýringum á þeim), Atkvæðin (sama
tafla og í /l-kvcrunum), Signingin, Faðir vor, Blessunin, Borð-
sálmar, Fræði Lúthers hin minni, Skriftamálin og morgun-
bæn.
önnur útgáfa af kveri þessu kom út á Hólum 1779. f þeirri
útgáfu voru auk þess efnis, sem áður er nefnt, Nokkrar nyt-
samar reglur. Hvernig maður á ekki að vera í sínu kristi-
lega framferði. Eru reglur þessar eftir Jóhann Arndt (1555
—1621) og „í sálma snúnar“ af sr. Gísla Snorrasyni, prófasti
í Odda.
Þriðja útgáfa af kveri þessu kom út á Hólum 1782. Var
hún að mestu samhljóða fyrstu útgáfunni, en bætt við morg-
unbæn og kvöldbæn Hallgríms Péturssonar.
Helztu nýmælin í kveri þessu voru skipting stafanna í
hljóðstafi (sérhljóða) og samhljóðandi stafi (samhljóða), skýr-
ingar helztu greinar- og lestrarmerkja og leiðbeiningar um
framburð nokkurra stafa í erlendum málum. Þessir viðaukar
höfðu ekki mikla þýðingu fyrir þá, sem voru að byrja lestr-
arnám, en voru hins vegar hagnýtur fróðleikur fyrir þá, sem
lengra voru komnir.
En nú var Hólastól farið að hnigna. Prentsmiðjan þar
hafði nú ekki lengur forystuna í andlegu lífi þjóðarinnar. Á