Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 95
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgríms Schevings 93
en einn veg (þ. e. hin óeiginlega merking þeirra). Sem dæmi
nefni ég málsháttinn sitt ráS tekur hver, er í svörfin fer,
eins og hann stendur í AM. 61, fol. og hins vegar í AM. 68,
fol.1) 1 sambandi við liina óeiginlegu merkingu hefur það
torveldað mér mjög, hversu fáa þessara málshátta ég hef
fundið i samfelldum texta, þar sem sjá mætti, hvernig þeir
hafa verið notaðir.
Rannsókn þessi hefur hvergi leitt til ákveðinnar niður-
stöðu um aldur einstakra málshátta. Það helzta, sem unnt
hefur verið í þeim efnum, er að tilgreina elztu kunnar heim-
ildir.
Að undanskildum þeim, sem koma fyrir i fornmáli, hef ég
talið elztu gerð málsháttar þá, er stendur í JS. 391, 8vo (M.).
Þessu næst koma þær, er standa hjá Rúgmann og G.O.
Á titilblaði handritsins JS. 391, 8vo stendur: „Þesse Rókar-
Únge Inne helldur Rádgátur Edur Ordsqvide, sem saman
sankad hefr, sá nafnfræge Hofdíngsmann Magnus Jonsson
kalladr prude er bió at 0gre .... Nú Endur skrifad (ef so
má heita) á Arney af ÓJS.“
1 handritaskrá Landsbókasafnsins stendur, að handritið sé
skrifað árið 1780 af Ólafi Jónssyni, Arney.
Um safn þetta kemst P.E.Ó. svo að orði í M.o.m.2): „Magn-
ús verður fyrstur manna hér á landi til þess að ríma orðs-
kviðu, heilræði og spakmæli og safna slíku .... Grunnavík-
ur-Jón vitnar stundum í þetta safn Magnúsar („Adagia Magni
Jonæ“) í orðabók sinni (AM. 433, fol.) . . . Þetta málshátta-
safn Magnúsar mun mega finna í brotum hér og þar, en
samfellt er það í JS. 391, 8vo (í eftirriti frá 1780). . . . Máls-
hættir þar eru auðkenndir víða, greint frá, hvaðan teknir séu;
eru heimildir bæði íslenzkar fornsögur, forn latnesk rit og
aðrir yngri höfundar (t. d. er nefndur Erasmus Rotterodamus,
og hefur þá Adagiologia hans verið í höndum Magnúsar)“.
Magnús prúði andaðist 24. apríl 1594. Þótt eftirrit þetta af
safni hans kunni að geyma yngri málshætti, er síðar hafi
slæðzt inn í safnið, hef ég stuðzt hér við fullyrðingu P.E.Ó.
1) Sjá bls. 127-128.
2) Sjá M.o.m. IV, bls. 485-486.