Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 58
56
Hróðmar Sigurðsson
Skímir
minni manna börnum méö nokkrum réttritunarreglum og dá-
litlu ávarpi til hinna minni manna frá útgefara Ingólfs. Höf-
undur þess og útgefandi var sr. Sveinbjörn Hallgrimsson (einn
af þjóðfundarfulltrúunum frá 1851 og alla tíð einn ákveðn-
asti stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðisbarátt-
unni).
Kver þetta er nær eingöngu prentað með latnesku letri
(aðeins sýnishorn af fraktúruletri og gotnesku letri). Auk
stafrófs, atkvæða og einstakra orða eru í kverinu tvær sögur
úr eins atkvæðis orðum (Barn og mús og Hrafn og mús),
þrjár sögur úr eins og tveggja atkvæða orðum (Kisa og
krukka, Geltir og Kisa og mýsnar), Nokkur Hallgríms mál
Péturssonar (20 tilvitnanir í sálma hans), Helztu skilmerki,
Tölustafirnir o. fl. Þá eru Fáeinar greinir um ritan nokkurra
stafa og orSa í íslenzku eftir sr. Sigurð Gunnarsson á Desja-
mýri (síðar á Hallormsstað), og er sú ritgerð fullar 10 blað-
síður. Síðast er eftirmáli útgefanda, og segir hann þar m. a.:
Mínir heiðruðu minni menn! Þar eð latínuletur er nú
farið að tíðkast mjög á bókum, sem prentaðar eru á máli
voru, og þar eð jafnvel guðsorðabækurnar eru farnar að
birtast með þvi líka, þá virðist mál til komið, að farið sé
fyrst að kenna börnum að þekkja letur þetta; og því hef-
ur það nú um hríð vakað fyrir huga mínum, að vér
þyrftum að fá stafrófskver með latínuletri eingöngu. Ég
vissi raunar, að til var kver með letri þessu, þar sem var
„Lestrarkver Rasks sáluga handa heldri manna börnum".
En bæði hélt ég, að kver þetta væri nú óvíða til, og svo
áleit ég líka, að reynandi væri að bjóða stafrófskver með
latínuletri handa minni manna börnum, fyrst Rask sál-
ugi hefði komið með þess konar kver handa meiri manna
börnum. Ég vissi samt af þvi, að meðal þessara minna
minni manna væru þeir enn þá til, sem litu hornauga til
latínuletursins og kölluðu það „heiðna letrið“, er eigi
væri hafandi á annað en römmustu tröllasögur og rímur.
Það má ráða af orðum þessum, að kver þetta var ekki ein-
ungis stafrófskver, heldur einnig áróðursrit. f fyrsta lagi er
höfundur ákveðinn talsmaður latneska letursins, enda veldur