Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 179
Skírnir Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna 177
sumum læknum nokkurt óánægjuefni, en þær ádeilur verða
látnar liggja milli hluta hér.
Frá heilbrigðisyfirvöldum virðist ekkert hafa heyrzt, er
verða mætti læknum til nánari leiðbeiningar um framkvæmd
eftirlitsins, fyrr en árið 1921. Þá gegndi landlæknisembætt-
inu um stundar sakir Guðmundur Hannesson prófessor, sem
ætíð hafði mikinn áhuga á skólaeftirlitinu, vafalaust öðrum
þræði vegna þeirrar vitneskju, er hann vænti, að fá mætti
um heilsufar, vöxt og þroska íslenzkra barna. 1 október 1921
birti Guðmundur nýja auglýsingu um eftirlitið í Lögbirtinga-
blaði, og segir í upphafi hennar, að hún sé birt vegna fyrir-
spurna frá héraðslæknum. Að efni til er auglýsingin á þá
leið, að skólaskoðun skuli framkvæmd í byrjun skólaárs, að
henni skuli hagað eins og frá sé skýrt í Lb. árið 1917, að
áherzla skuli lögð á að bæta úr kvillum bamanna eftir föng-
um og endurbæta húsakynni skóla, ef þess sé þörf, og að gera
skuli landlækni grein fyrir skólaskoðun í ársskýrslum, senda
skrá um kvilla barnanna og tölur um hæð nemenda eftir
kyni og aldri.
1 berklavarnarlögum (1921, 1929 og 1939) eru ákvæði um
skólaeftirlit, að því er varðar berklaveiki, og er þar m. a. tekið
fram, að enginn megi fást við kennslu, ef hann sé haldinn
smitandi berklaveiki, að engan nemanda með smitandi berkla-
veiki megi taka til kennslu, og að ekki megi taka nemanda
til kennslu á heimili, þar sem maður með smitandi berkla
dvelst. Árið 1944 voru gefnar út reglur um undanþágu nem-
enda frá að stunda nám eða taka þátt í einstökum náms-
greinum.
Hér munu þá upp talin bein fyrirmæli um skólaeftirlit frá
upphafi og þar til nú. Hins vegar hafa læknar lengi notað við
skýrslugerð um eftirlitið sérstakt eyðublað, sem heilbrigðis-
málastjóm hefir látið gera, og felur það í sér tiltekin lág-
marksfyrirmæli um framkvæmdina. Samkvæmt eyðublaðinu
ber skólalækni að gera grein fyrir húsakynnum skóla, berkla-
veiki í nemendum, farsóttum, tannskemmdum, lús og öðrum
óþrifakvillum og niðurstöðum berklaprófa.
Síðan árið 1932 hefir íslenzka heilbrigðislöggjöfin að kalla
12