Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 218
216
Tvær doktorsritgerðir
Skírnir
Ekki er hægt að segja, að áhöld séu sérstaklega fjölbreyti-
leg í íslenzkum kumlum. Fundizt hefur vefjaráhald úr járni
og hlutar vefjarskeiða úr hvalbeini. Þá hafa og fundizt þrír
snældusnúðar úr klébergi og blýi. Áður var frá því sagt, að
fundizt hefðu járntindar af línkambi á Kleif í Daðastaða-
landi, og í Álaugarey fundust fataleifar úr líni og vaðmáli.
Sigðir hafa fundizt í þremur kumlum, á Brimnesi í Skaga-
fjarðarsýslu, Kleif í Norður-Þingeyjarsýslu og hjá Granagilj-
um í Vestur-Skaftafellssýslu. Hefur því verið stunduð korn-
yrkja — bygg sennilega ræktað — jafnvel á norðanverðu Is-
landi á víkingaöld.
Af eldhúsáhöldum hafa fundizt leifar af jámkötlum og
klébergsgrýtum. Aðeins ein klébergsgrýta er heil — nokkurs
konar skaftpottur — úr kumli í Snæhvammi í Suður-Múla-
sýslu. Kléberg finnst annars ekki á Islandi, svo að alla hluti
úr þessari steintegund hefur orðið að flytja frá Noregi á vík-
ingaöld. Tveir steikarteinar úr jámi teljast einnig til eldhús-
áhalda.
Eitt athyglisvert einkenni á íslenzkum gripum frá víkinga-
öld er hinn mikli fjöldi kumlfundinna meta. Flest em metin
úr blýi, nokkur úr jámi með bronshúð. Vitað er um alls 29
met, sem fundizt hafa á Islandi úr 15 kumlum, þar af 11 karl-
mannakuml og 1 konukuml. Ekki var unnt að greina, hvort
hin þrjú voru heldur kuml karla eða kvenna. Sex þessara
kumla vom í Rangárvallasýslu, 1 í Árnessýslu, 1 í Skaga-
fjarðarsýslu, 5 í Eyjafjarðarsýslu, 1 í Norður-Múlasýslu og
1 í Vestur-Skaftafellssýslu.
Aðeins ein metaskál hefur fundizt, eða öllu heldur einstök
skál úr bronsi, og fannst hún í kumli á Kornsá í Austur-
Húnavatnssýslu. Svo virðist sem heil vog hafi ekki verið í
kumlinu.
Auk áðurnefndra meta, er fundust í kumlum, hafa fund-
izt 9 sérfundin met, og em nokkur þeirra að öllum líkindum
frá víkingaöld.
Allir þessir fundir vitna um mikla verzlun á Islandi á þeim
tíma, sem hér um ræðir.
Af ýmiss konar áhöldum, sem fundizt hafa, má að lokum