Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 234
232
Ritfregnir
Skimir
sem virzt gæti. Að vísu hefði meiri nákvæmni á þessu sviði
lengt hókina dálítið, en stóraukið notagildi hennar þeim mönn -
um, sem kunna ekki því meira fyrir sér í indógermönskum
málvísindum. En sem heild er rit þetta stórmikið og þakkar-
vert afrek, sem íslenzk málvísindi eiga eftir að njóta góðs af
um langan aldur.
Hér á eftir verða tínd til nokkur vafaatriði og misfellur,
sem sá, er þetta ritar, hefur rekizt á við að blaða lauslega í
bókinni:
Á 2. bls. er -unn í nafninu ISunn nefnt viSskeyti (suffix),
en mun að réttu lagi vera síðari liður samsetts orðs. — Á
9. bls. er áa talið kvenkynsorð og merkja möSir jörS (mutter
erde). Vitnað er þar í vísuorðið: Og vegleg jörð vor áa er —
eftir Bjama Thorarensen. Almennt mun litið svo á, að áa í
þessu vísuorði sé ef. ft. af nafnorðinu ái, sem merkir langafi,
forfaðir, og vor áa merki vorra áa, þ. e. forfeðra vorra. Virð-
ist þessi skilningur ljóðlínunnar sennilegri en skilningur höf-
undar. — Á 14. bls. er talið, að árheitið Ógn sé af indóger-
manska stofninum acfa- og skylt no. á. Þetta er ef til viJl
hugsanlegt. En gæti eldri eins vel verið, að árheitið Ógn merkti:
liin ógnarlega, sú, sem ógnar (vegfarendum), og væri þá af
indógermönsku rótinni agh-. — Á 32. bls. em lo. einarSr: ein-
faldur, hreinskilinn, og lo. einarSr: einbeittur, talin vera tvö
orð, ólík að uppruna. Þetta virðist fremur ósennilegt. Senni-
legra virðist, að einarSr í báðum merkingum sé upphaflega
eitt og sama orð, sem hafi orðið fyrir svipaðri merJringarþró-
un og lo. einfaldr, sem frá merkingunni hrekklaus þróaðist
til merkingarinnar: einlægur, einbeittur (Þorgils skarði var
„einfaldr í sinni þjónustu“ við Noregskonung eftir því, sem
Sturlunga hermir). — Á 39. hls. hefur galga fallið brott á
einum stað í orðasambandinu: alþfóS Elgjar galga. — Á 47.
bls. er þess réttilega getið, að no. vaningi sé galtarheiti. Hins
vegar er Freysheitið vaningi talið stafa af því, að gölturinn
var helgaður Frey. Þetta virðist vafasamt. Sennilegra mun
vera, að Freyr sé nefndur vaningi af þvi, að hann var af
Vönum kominn, Freysheitið vaningi sé því dregið af stofni
orðsins Vanr, ft. Vanir, og viðskeytinu -ing. 1 Skímismálum