Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 169
Skírnir
Þorleifur lögmaður Kortsson
167
erfiðissama lögmannsembætti þjónað miklu framar af góðum
vilja og kristilegri ástundun í hlýðni og hollustu við guð og
yfirvaldið heldur en af mannlegu megni sinna veiklegra ald-
urdómsburða, þakkandi því framar hans erlegheitum góða og
loflega fyrirmyndan í guðrækilegri umgengni, sem og kost-
gæfilegri umvöndun vegna guðs nafns dýrðar, háyfirvaldsins
virðingar, náungans velferðar og landsins sæmdar“. Að lok-
um óska þeir honum allra heilla, og síðan segir í alþingisbók-
inni: „Var þessi vitnisburður mótmælalaust handsalaður virðu-
legum Jóni Þorleifssyni af áðurnefndum yfirvaldsmönnum og
lögréttunni ásamt allmörgum góðum mönnum þar nærver-
andi utan vébanda“21). Verður því ekki annað séð en sam-
tíðarmönnum Þorleifs hafi þótt mikið til hans koma, meðal
annars vegna þess, að hann hefir verið strangur dómari, en
við það er átt í vitnisburðinum, þegar talað er um kostgæfi-
lega umvöndun hans vegna guðs nafns dýrðar o. s. frv.
1 Sýslumannaævum Boga Benediktssonar22) kemur fram
sú skoðun, að Þorleifur muni hafa dregið sér og auðgazt all-
mikið af eignum, sem hann í nafni konungs gerði upptækar
eftir sakamenn, og virðist Bogi þar einkum eiga við galdra-
menn. En þess er þá vert að minnast, að langflestir þeirra,
sem teknir voru af lífi fyrir galdra, munu hafa verið fátækir
menn og því eftir litlu að slægjast þar. Á hinn bóginn var
það löngum venja, að sýslumenn fengju nokkurn hluta sak-
eyris, þó yfirleitt eingöngu minni háttar sektir, og það var í
rauninni eingöngu, meðan Þorleifur gegndi sýslumannsstörf-
um, sem hann gat haft einhverja aðstöðu til að auðgast á
þennan hátt. Þá er og sagt, að Þorleifur hafi rekið okur-
verzlun með tóbak og brennivín heima á Þingeyrum, eins og
margir aðrir auðugir menn gerðu á þessum tíma. Þetta var
í rauninni ekki ólöglegt, ef vörurnar voru fengnar á löglegan
hátt, en þó eðlilega illa séð af mörgum23).
Aldrei virðist Þorleifur hafa lent í neinum teljandi deil-
um, eins og annars var lengi algengt um fyrinnenn landsins,
enda hefir það verið fjarri skapferli hans. Hins vegar er þess
nokkrum sinnum getið í heimildum, að hann væri fenginn
til að bera sáttarorð milli manna. Eitthvað hefir honum þó